Leyfum heiminum að endurnærast í Reykjavík

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Kefla­vík­ur­flug­völl­ur hef­ur verið nán­ast lokaður í heilt ár, með til­heyr­andi áhrif­um á efna­hags­líf þjóðar­inn­ar og at­vinnu­leysi. Á þess­um tíma hafa Íslend­ing­ar verið dug­leg­ir að ferðast, eins og sást um allt land síðasta sum­ar. Eins hafa ís­lensk­ir vetr­aráfangastaðir verið vin­sæl­ir og skíðasvæði full.

Nú er hins veg­ar kom­inn tími til að huga að opn­un lands­ins í kjöl­far fjölda bólu­setn­inga um heim all­an. Þar bíða óþreyju­full­ir er­lend­ir gest­ir, full­ir af þrá til að upp­lifa eitt­hvað nýtt eða heim­sækja aft­ur sína upp­á­haldsstaði. Rétt eins draum­ur um ut­an­lands­ferðir er far­inn að kitla okk­ur.

Borg­ar­ráð styður við ferðaþjón­ust­una

Á fundi borg­ar­ráðs á fimmtu­dag­inn fjölluðum við um tvö mál sem snúa að því að styðja ferðaþjón­ust­una til fyrri styrk­leika og vinna sam­an með fólk­inu sem vinn­ur við ferðaþjón­ustu til að bjóða upp á spenn­andi áfangastað til að end­ur­nær­ast, tengj­ast aft­ur og upp­lifa.

Ann­ars veg­ar var kynn­ing á nýju markaðsátaki, sem er ein af Covid-aðgerðum borg­ar­inn­ar, þ.e að kynna Reykja­vík sem ferðamannastað og verja til þess að lág­marki 150 m.kr. Síðasta sum­ar var átak­inu beint að Íslend­ing­um sem voru hvatt­ir til að sækja Reykja­vík heim. Nú virðist sem rétti tím­inn sé að koma til að beina átaki að er­lend­um gest­um. Markaðsátakið hef­ur verið í und­ir­bún­ingi und­an­farna mánuði í sam­vinnu við Íslands­stofu og aðila inn­an ferðaþjón­ust­unn­ar.

Áfangastaður­inn Reykja­vík

Hins veg­ar fjölluðum við um þá hug­mynd að stofna nýja áfangastaða- og markaðsstofu höfuðborg­ar­svæðis­ins fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið allt sem á að taka til starfa nú um mitt ár. Við vit­um að er­lend­ir gest­ir gera ekki grein­ar­mun á því inn­an hvaða sveit­ar­fé­lags þeir eru þegar þeir koma til lands­ins, ekki frek­ar en við þegar við fljúg­um til Hels­inki eða London. Gest­ir sem koma til lands­ins fljúga til Reykja­vík­ur en lenda í Kefla­vík. Þeir fara í Smáralind, heim­sækja vík­inga eða skoða hvar nó­bels­skáldið bjó og hvar for­set­inn býr án þess að gera sér grein fyr­ir nokkr­um hreppa­mörk­um.

Þess vegna er það skyn­sam­legt fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in hér að taka hönd­um sam­an í upp­bygg­ingu höfuðborg­ar­svæðis­ins sem ferðamannastaðar og markaðssetn­ingu í sam­starfi við ferðaþjón­ust­una. Sjálf­stæðan áfangastað, sem hef­ur upp á margt að bjóða, bæði fyr­ir gesti og heima­menn í stað þess að vera lend­ing­arstaður á leið í nátt­úru Íslands.

Sam­starf við alla hagaðila

Á höfuðborg­ar­svæðinu eru mörg stærstu og öfl­ug­ustu ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­in sem hafa mikla mögu­leika á að efl­ast enn frek­ar þegar heim­ur­inn fer aft­ur á flug. Því er mik­il­vægt að áfangastaðastofa höfuðborg­ar­svæðis­ins verði í sam­starfi við alla hagaðila. Þar munu koma að öll sveit­ar­fé­lög­in á höfuðborg­ar­svæðinu og fylgja þar eft­ir sókn­aráætl­un 2020-2024. Í sam­starf­inu verða einnig Ferðamála­sam­tök höfuðborg­ar­svæðis­ins, Sam­tök ferðaþjón­ust­unn­ar, Sam­tök versl­un­ar og þjón­usta, at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið og Ferðamála­stofa.

Öflug ferðaþjón­usta upp úr kóf­inu

Vinna við und­ir­bún­ing áfangastaðastofu, at­hug­un á áhuga sveit­ar­fé­laga og hagaðila í ferðaiðnaði hófst síðastliðið haust, í kjöl­far þess að við samþykkt­um ferðamála­stefnu Reykja­vík­ur­borg­ar. Stofn­un áfangastaðastofu höfuðborg­ar­svæðis­ins er sam­eig­in­legt verk­efni sem nú er komið í sókn­aráætl­un sam­taka sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu.

Sam­tök­in munu fylgja því eft­ir og sjá til þess að öll sveit­ar­fé­lög­in hafi jafna aðkomu að því starfi. Það eru sam­eig­in­leg­ir hags­mun­ir okk­ar allra hér á svæðinu að öfl­ug ferðaþjón­usta rísi upp úr kóf­inu og að fleiri er­lend­ir gest­ir muni upp­götva að hér er nátt­úru­vænt og grænt borg­ar­um­hverfi þar sem menn­ing, sköp­un og mann­líf þrífst á höfuðborg­ar­svæðinu öllu.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 6. mars 2021