Þögla stjórnarskráin

Þorbjörg S Gunnlaugsdóttir

Í umræðum um stjórn­ar­skrá er ým­ist talað um gömlu stjórn­ar­skrána eða þá nýju. Ný­legt frum­varp for­sæt­is­ráðherra er hins veg­ar þriðji skól­inn: þögla stjórn­ar­skrá­in. Stund­um fel­ast sterk­ustu skila­boðin nefni­lega í því sem ekki er sagt. Í þögn­inni sjálfri. Þannig hátt­ar til um auðlinda­ákvæði í stjórn­ar­skrár­frum­varpi for­sæt­is­ráðherra. Ákalli þjóðar­inn­ar um sann­gjarna auðlinda póli­tík er ekki mætt, því auðlinda­ákvæðið er þögult um þá þætti sem mesta þýðingu hafa.

Sem grund­vall­ar­lög­gjöf þjóðar­inn­ar verðskuld­ar stjórn­ar­skrá­in að vera föst í sessi og stöðug. Þar eiga að vera skrá­sett­ar grund­vall­ar­regl­ur sam­fé­lags­ins sem öll önn­ur lög­gjöf þarf að stand­ast. Til þess að stjórn­ar­skrá­in geti staðið stöðug þarf hins veg­ar að ríkja um hana sátt.

Þess vegna verður hún líka að fá að þró­ast með tím­an­um. Get­ur þetta tvennt farið sam­an? Já, í raun get­ur hvort án hins verið. Stjórn­ar­skrá­in verðskuld­ar þá virðingu að fá að standa þar sem hún get­ur staðið og um leið að við lag­fær­um hana og bæt­um þar sem þess er þörf. Þannig verður hún bæði end­ing­ar­betri og sterk­ari. Það er í mín­um huga inn­tak henn­ar sem er það sem máli skipt­ir, en ekki hvort hún er að grunni ný eða göm­ul.

Lögð hafa verið fram all­nokk­ur frum­vörp til stjórn­skip­un­ar­laga á Alþingi þar sem gert er ráð fyr­ir auðlinda­ákvæði í stjórn­ar­skrá. Raun­ar hef­ur verið unnið að mót­un slíks ákvæðis nú nán­ast óslitið frá 1998. Í því ljósi eru enn meiri von­brigði að sjá að eðli­leg krafa um tíma­bind­ingu nýt­ing­ar­rétt­ar sé virt að vett­ugi í frum­varpi for­sæt­is­ráðherra. Þess­ari kröfu er mætt með þögn­inni. Veit­ing heim­ilda er ekki tíma­bund­in í frum­varp­inu held­ur seg­ir aðeins um þetta atriði að það skuli grund­vall­ast á lög­um. Þetta atriði er það sem öllu máli skipt­ir í hinu póli­tíska sam­hengi. Og þar eru von­brigðin mest.

Tíma­bundn­ir samn­ing­ar

Hafi mark­miðið verið að tryggja rétt al­menn­ings um­fram það sem fisk­veiðistjórn­un­ar­lög­gjöf­in okk­ar ger­ir nú þá hef­ur sú niðurstaða ekki verið tryggð með skýr­um hætti. Til þess að ná fram efn­is­legri breyt­ingu hefði átt að bæta því við að um tíma­bund­in rétt­indi sé að ræða. Þannig væri í reynd komið í veg fyr­ir að um var­an­leg­an rétt sé að ræða, því með því skap­ast sú krafa á lög­gjaf­ann að laga­setn­ing verði að fela í sér tíma­bundna samn­inga. Með því yrði stjórn­ar­skrá­in skýr um að það sé ekki heim­ilt fyr­ir lög­gjaf­ann eða fram­kvæmd­ar­valdið að af­henda auðlind­ir nema með tíma­bundn­um samn­ing­um.Tíma­bind­ing rétt­inda er meg­in­regla þegar stjórn­völd út­hluta tak­mörkuðum gæðum til ein­stak­linga eða fé­laga þeirra til hag­nýt­ing­ar á nátt­úru­auðlind­um í þjóðar­eign. Það á við um heim­ild sveit­ar­fé­laga til að selja einka­leyfi til að starf­rækja hita­veitu, rann­sókn­ir og nýt­ingu auðlinda í jörðu, rekstr­ar­leyfi til fisk­eld­is og svo mætti lengi telja. Nýtt auðlinda­ákvæði myndi því vera á skjön við laga­setn­ingu um flest­ar aðrar auðlind­ir. Hvers vegna er það svo? Er það gert til að tryggja að ekki verði í reynd breyt­ing á regl­um í lög­um um nýt­ingu sjáv­ar­auðlinda?

Meg­in­regl­ur um auðlind­ir

Rík þörf er á að fjalla um auðlind­ir í stjórn­ar­skrá og mæla þar fyr­ir um viss­ar meg­in­regl­ur sem stjórn­völd og lög­gjaf­inn verða að hafa í heiðri við reglu­setn­ingu og um­sjón auðlinda­nýt­ing­ar til fram­búðar. Formaður Viðreisn­ar hef­ur lagt fram breyt­ing­ar­til­lögu við frum­varpið með tveim­ur ein­föld­um en þýðing­ar­mikl­um breyt­ing­um. Þar er lagt til að heim­ild­ir verði tíma­bundn­ar ann­ars veg­ar og hins veg­ar að með lög­um skuli kveða á um eðli­legt end­ur­gjald fyr­ir tíma­bundn­ar heim­ild­ir til nýt­ing­ar í ábata­skyni.Eft­ir ára­langa vinnu og yf­ir­ferð virðist niðurstaðan hafa orðið sú af hálfu rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja að leggja fram áferðarfallegt en frem­ur opið ákvæði sem skil­ar ekki skýr­lega þeirri niður­stöðu sem að var stefnt og ákall hef­ur verið um. Sé ætl­un­in að ná fram breyt­ing­um þá er ósk­andi að meiri­hlut­inn á Alþingi beri gæfu til að gera það með skýr­um hætti. Að öðrum kosti verður af­leiðing­in hæg­lega sú að sjáv­ar­auðlind­in verður áfram í eigu og á for­ræði hinna fáu en ekki á for­send­um þjóðar­inn­ar. Eft­ir stend­ur að það sem kallað hef­ur verið eft­ir – það er bara því miður ekki í því ákvæði sem for­sæt­is­ráðherra hef­ur nú lagt til.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. mars 2021