Að kjósa utan kjörfundar

Það skiptir máli að öll atkvæði berist og að allir kjósendur fái tækifæri til að greiða atkvæði í Alþingiskosningum 25. september 2021.

Listabókstafur Viðreisnar er C

Hér getur þú flett um hvar þú átt að kjósa á kjördag og í hvaða kjördæmi þú tilheyrir.

Þeir kjósendur sem ekki geta kosið á kjördag hafa tækifæri til að kjósa utan kjörfundar. Best er að kjósa tímanlega, sérstaklega kjósendur sem ætla að kjósa á sendiskrifstofum erlendis. Það er á ábyrgð kjósenda sem kjósa utan kjörfundar að atkvæði berist á réttum tíma til réttar kjörstjórnar. Ef kosið er í erlendis eða í öðru kjördæmi getur kjósandi greitt fyrir póstburð í rétt kjördæmi eða ákveðið að koma atkvæðinu sjálf/ur heim.

Ef tíminn er of naumur til að treysta á póstinn er hægt að senda póst á hjalp@vidreisn.is og við munum gera okkar besta við að koma atkvæðinu til skila.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 13. ágúst. Frá og með þeim degi var hægt að kjósa, utan kjörfundar, hjá sýslumönnum og sendiráðum, sendiráðsskrifstofum og skrifstofum kjörræðismanna.

Að kjósa utankjörfundar á Íslandi

Upplýsingar um hvar og hvenær hægt er að kjósa hjá sýslumönnum er að finna á vef þeirra. Til að kjósa utankjörfundar þarf að mæta með fullgild skilríki. Ef kjósandi á ekki fullgild skilríki getur kjörstjórn ákveðið að taka vott gildan.

Frá og með mánudeginum 23. ágúst til og með 24. september verður hægt að kjósa, utan kjörfundar í Smáralind,  á 1. hæð, við hliðina á Vínbúðinni og í Kringlunni, á 3. hæð við bíóinngang, alla daga vikunnar frá kl. 10.00-22.00. Á kjördag verður hægt að kjósa utankjörfundar hjá Sýslumanninum á Höfuðborgarsvæðinu í Smáralind frá kl. 10.00-17.00

Þú getur séð hér hvar þú getur kosið utankjörfundar á öðrum stöðum á landinu:
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
Sýslumaðurinn á Austurlandi
Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum

Utankjörfundaratkvæðum í lokuðum umslögum merktum kjósanda má skila til Viðreisnar, Ármúla 42, Reykjavík, eða á kosningaskrifstofu í Reykjavík, Akureyri, Reykjanesbæ eða Borgarnesi. Við komum atkvæðunum í rétt kjördæmi.

Að kjósa utankjörfundar erlendis

Kjósendur erlendis geta kosið í sendiráðum og hjá ræðismönnum erlendis. Á vef utanríkisráðuneytisins er hægt að finna upplýsingar um kosningar í sendiskrifstofum um heim allan

Kjósendur sem staddir á Íslandi á tímabilinu 13. ágúst – 25. september geta kosið hjá sýslumönnum og í Kringlu og Smáralind.

Að kjósa utankjörfundar í stofnunum eða í heimahúsi

Kosning á sjúkrahúsum, dvalaheimilum aldraðra, fangelsum og öðrum stofnunum verður skipulögð í samráði sýslumanns á hverjum stað og viðkomandi forstöðumanns. Tímasetningar má finna hér.

Hægt er að óska eftir atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar. Slík ósk þarf að vera skrifleg og studd vottorði lögráða einstaklings um hagi kjósandans og skal hún berast viðeigandi embætti sýslumanns eigi síðar en þriðjudaginn 21. september kl. 16.00.

Vegna Covid-19 verður boðið upp á sérstaka utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir kjósendur í sóttkví. Einnig verður hægt að óska eftir atkvæðagreiðslu í heimahúsi fyrir þá kjósendur sem eru í einangrun. Þessi utankjörfundaratkvæðagreiðsla verður auglýst síðar.

Á vefnum kosning.is er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar vegna kosninga.