Hver er rétti afrakstur sjávarauðlindarinnar?

Guðmundur Ragnarsson alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi Norður RN 4. sæti

Eft­ir að hafa verið í for­ystu í kjara­bar­áttu vél­stjóra á fiski­skip­um í tíu ár, þá er tvennt sem stend­ur upp úr, það er hvort okk­ur er sýnt rétt afurðar­verð sem sjáv­ar­auðlind­in gef­ur af sér og hvort afrakst­ur­inn skili sér all­ur til lands­ins.

Laun sjó­manna byggj­ast á fisk­verði sem ákveðið er af úr­sk­urðar­nefnd þegar út­gerð kaup­ir fisk af eig­in skip­um. Til að ákveða það er miðað við hlut­fall af afurðaverði sem fæst fyr­ir út­flutt­ar sjáv­ar­af­urðir. Í upp­sjáv­ar­veiðum er fisk­verð ein­hliða ákvörðun út­gerðar­inn­ar. Eitt af mörg­um ágrein­ings­mál­um sjó­manna við út­gerðina í ára­tugi hef­ur verið að fá af­ger­andi full­vissu um að það afurðaverð sem gefið er upp sé rétt.

Það er ekki bara hags­muna­mál sjó­manna að vita hvort afurðaverð sé rétt held­ur allr­ar þjóðar­inn­ar. Hvað sjáv­ar­auðlind­in gef­ur af sér er ekki einka­mál þeirra sem fengið hafa þau for­rétt­indi að hafa afla­heim­ild­ir til að nýta í tak­markaðri auðlind.

Það verður að taka af all­an vafa um hvort rétt afurðaverð sé að skila sér til lands­ins. Að hafa allt á einni hendi, veiðar, vinnslu og sölu á er­lenda markaði er vandmeðfarið og kall­ar á gagn­sæi.

Rétt­lát skipt­ing hagnaðar­ins

Þó að margoft hafi komið fram ásak­an­ir um tvö­falda verðlagn­ingu á út­flutt­um sjáv­ar­af­urðum hafa þeir stjórn­mála­flokk­ar sem stýrt hafa land­inu ekki viljað koma á eft­ir­liti með því hvort afurðaverð sé rétt enda væru þeir þá að styggja sér­hags­muna­hóp­inn í sjáv­ar­út­vegi.

Í kom­andi kosn­ing­um er tæki­færi til að taka á þessu máli með því að kjósa Viðreisn.

Þetta er eitt af stóru mál­un­um sem þarf að koma í ásætt­an­leg­an far­veg ef ná á sátt um nýt­ingu sjáv­ar­auðlind­ar­inn­ar og um leið að koma á eðli­legri skipt­ingu hagnaðar­ins á milli eig­and­ans og þeirra sem hafa nýt­ing­ar­rétt­inn. Koma verður inn í stjórn­ar­skrána ákvæði um óskoraðan eign­ar­rétt þjóðar­inn­ar á auðlind­um sín­um og af­not­in séu í tíma­bundn­um samn­ing­um.

Eig­and­inn ákveði leik­regl­urn­ar

Eig­and­inn hef­ur full­an rétt á að hafa yf­ir­sýn yfir hvað sjáv­ar­auðlind­in er í raun að gefa af sér. Verktak­inn á ekki að koma með þær upp­lýs­ing­ar inn í þjóðarbú­skap­inn. Það eru full­trú­ar þjóðar­inn­ar á Alþingi sem eiga að setja leik­regl­urn­ar en ekki verk­tak­arn­ir.

Það er mik­il­væg­ur hluti af sátt­inni að sett verði upp eft­ir­lit með því að það afurðaverð sem skil­ar sér til Íslands sé rétt. Sjó­menn geta þá líka verið ör­ugg­ir um að laun þeirra séu reiknuð út frá réttu afurðaverði. Sveit­ar­fé­lög­in og lands­byggðin munu einnig njóta góðs af þessu.

Verðlags­stofa skipta­verðs á að taka þetta verk­efni að sér og það á að efla hana eins og þarf. Stofn­un sem hags­muna­gæslu­flokk­arn­ir hafa passað mjög vel upp á að halda í fjár­svelti til að hún geti ekki starfað eðli­lega.

Verðum að ná sátt um sjáv­ar­auðlind­ina

Þau fyr­ir­tæki sem nýta sjáv­ar­auðlind­ina og eru vel rek­in eiga að fá að halda eft­ir eðli­leg­um hagnaði til að halda áfram að byggja sig upp.

Það mun eng­inn rústa at­vinnu­grein­inni eins og full­trú­ar út­gerðanna halda fram í hvert sinn sem ein­hverju á að breyta. Eng­inn mun eyðileggja vel rek­in og fram­sæk­in fyr­ir­tæki sem sum hver eru í fremstu röð í heim­in­um.

Fyr­ir­komu­lagið eins og það er í dag er hins­veg­ar al­gjör­lega óá­sætt­an­legt.

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in verða að átta sig á stöðunni, að það þjón­ar best hags­mun­um þeirra að koma að borðinu og búa til sátt um at­vinnu­grein­ina, það mun verða fyr­ir­tækj­un­um og at­vinnu­grein­inni til heilla. Með hroka sín­um og áhrif­um inn í stjórn­mála­flokka eru sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in búin að koma þess­um mál­um í al­gert óefni og ef svo held­ur fram sem horf­ir skap­ast eng­in sátt. Við verðum að losa okk­ur við þá miklu spennu sem er í sam­fé­lag­inu um at­vinnu­grein­ina.

Veitið okk­ur sem vilj­um tryggja eign­ar­rétt þjóðar­inn­ar og rétt­lát­an arð þjóðar­inn­ar af sjáv­ar­auðlind­inni braut­ar­gengi í kom­andi þing­kosn­ing­um. Ekki vilj­um við hafa við völd stjórn­mála­flokka sem hugsa meira um hags­muni sér­hags­muna­hópa en hag­muni þjóðar­inn­ar.

Búum til sátt um nýt­ingu sjáv­ar­auðlind­irn­ar og kjós­um Viðreisn.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 7. september 2021