Heilræði eldra fólks

Þegar ég stýrði öldrun­arþjón­ustu í Reykja­vík voru marg­ir, líkt og nú, sem vildu reglu­lega gefa mér góð ráð. Sér­stak­lega þótti mér vænt um fyrstu heil­ræðin sem eldri íbúi veitti mér af þeirri visku sem hún hafði safnað í gegn um árin. Þau voru að passa að vera alltaf að hreyfa mig, safna pen­ing­um og aldrei gleyma að halda áfram að læra og sér­stak­lega viðhalda tækniþekk­ingu minni, því það myndi skipta sköp­um í öll­um sam­skipt­um til framtíðar.

Ég hef reynt að fylgja þess­um þrem­ur heil­ræðum í eig­in lífi, en þau nýt­ast mér einnig til að hugsa hvernig sveit­ar­fé­lög geta sem best hugað að sínu eldra fólki. Ísland er að eld­ast og við erum í meira mæli að gera okk­ur grein fyr­ir að þarf­ir eldri borg­ara eru mjög mis­mun­andi. Við því þarf að bregðast.

Hreyf­um okk­ur

Sveit­ar­fé­lög eru mjög dug­leg að hvetja ungt fólk til íþróttaiðkun­ar. En hreyf­ing er mik­il­væg alla ævi, líka þegar komið er á efri ár. Íþrótta­fé­lög, lík­ams­rækt­armiðstöðvar og fé­lags­miðstöðvar borg­ar­inn­ar bjóða upp á skipu­lagða hreyf­ingu fyr­ir eldra fólk. En við þurf­um að ná til enn fleiri og finna nýj­ar leiðir til að hvetja fólk á öll­um aldri til virkni og hreyf­ing­ar. Nýtt lýðheil­sum­at í Reykja­vík sýn­ir að með Covid dró úr lík­amsþjálf­un eldra fólks. Það er þróun sem þarf að snúa við.

Söfn­um pen­ing­um

Hvað varðar annað heil­ræðið, að safna pen­ing­um, þá vit­um við að ýmis áföll geta komið upp á í líf­inu og ekki allt eldra fólk sem hef­ur getað safnað sjóðum. Þetta þurf­um við sér­stak­lega að hafa í huga þegar við skipu­leggj­um fjöl­breytt bú­setu­úr­ræði. Fjöl­marg­ir vilja vera áfram í eig­in hús­næði en aðrir vilja minnka við sig eða flytja úr hús­næði til að losna við stiga. Þá eru aðrir sem vilja eða þurfa að flytja í hús­næði í ná­lægð við meiri sér­hæfða þjón­ustu. Hér þarf að tryggja gott úr­val leigu­hús­næðis fyr­ir eldra fólk, sem get­ur t.d. verið byggt upp af stétt­ar­fé­lög­um eða bú­setu­fé­lög­um.

Lær­um alla ævi

Það hef­ur orðið mik­il þróun í vel­ferðar­tækni í borg­inni fyr­ir eldra fólk, ekki síst með Covid. Meðal nýj­unga eru skjá­heim­sókn­ir heimaþjón­ust­unn­ar, þar sem spjald­tölv­ur standa öll­um not­end­um til boða. Tryggt er að lít­ill­ar sem engr­ar tæknikunn­áttu er kraf­ist til að nýta sér tækn­ina, en á fé­lags­miðstöðvum borg­ar­inn­ar hef­ur verið boðið upp á tölvu­færni­nám­skeið, til að all­ir geti nýtt sér þá snjall­tækni sem er að ryðja sér til rúms. Með auk­inni sta­f­rænni þróun verður enn mik­il­væg­ara að tryggja að eng­inn sitji þar eft­ir.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 11. desember 2021