Í skugga brottkasts

Grund­vall­ar­hlut­verk fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­is­ins okk­ar er að koma í veg fyr­ir of­veiði og tryggja þannig að nýt­ing auðlind­ar­inn­ar sé sjálf­bær. Við höf­um fulla ástæðu til að vera stolt af því hvernig þar hef­ur tek­ist til. Nú þegar frétt­ir ber­ast sem gefa inn­sýn í óviðun­andi stöðu mála varðandi brott­kast á fiski fell­ur hins veg­ar skuggi á ímynd­ina af hinni ábyrgu fisk­veiðiþjóð. Þetta þarf að laga.

Í upp­hafi þessa árs hófu veiðieft­ir­lits­menn hjá Fiski­stofu að beita drón­um við eft­ir­lit með veiðum. Fram að því höfðu brott­kasts­mál verið að jafnaði um 10 á ári, en það sem af er þessu ári hef­ur Fiski­stofa tekið til meðferðar að minnsta kosti 120 mál sem varða ætlað brott­kast afla frá fiski­skip­um, stór­um og smá­um.

Það er mik­il ein­föld­un að halda að hér sé um skyndi­lega, jafn­vel mögu­lega til­fallandi, aukn­ingu að ræða. Lík­legra er að hér sé ein­fald­lega verið að standa menn að verki með brot sem hafa tíðkast lengi. Í því sam­bandi má rifja hér upp að í upp­hafi árs 2019 skilaði Rík­is­end­ur­skoðun stjórn­sýslu­út­tekt um eft­ir­lits­hlut­verk Fiski­stofu. Þar fékk stofn­un­in tölu­vert bága um­sögn fyr­ir fram­kvæmd þess eft­ir­lits sem henni er ætlað að hafa með hönd­um. Eft­ir­lit með brott­kasti var sagt tak­markað, veik­b­urða og ómark­visst.

Sterk­ara eft­ir­lit

Nú hef­ur Fiski­stofa hins veg­ar með breytt­um vinnu­brögðum fært okk­ur aðra sýn á um­gengni okk­ar við sjáv­ar­auðlind­ina. Enn sem komið er er eft­ir­litið að mestu frá landi en þó eru í töl­um Fiski­stofu líka tog­ar­ar að veiða með botn­vörpu.

Upp­lýs­ing­ar sýna þannig svart á hvítu að það er full þörf á því að auka eft­ir­litið þannig að það nái yfir stóru skip­in líka.

Í nýj­um stjórn­arsátt­mála VG, Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar er mikið talað um að efla eft­ir­lit af ýmsu tagi. Minna fer fyr­ir vís­bend­ingu um slíkt í fjár­laga­frum­varp­inu en Alþingi ræðir nú fjár­lög næsta árs í mik­illi tíma­pressu. Það er mik­il­vægt að sú pressa komi ekki í veg fyr­ir að farið verði vel yfir þörf Fiski­stofu fyr­ir aukn­ar fjár­laga­heim­ild­ir strax á næsta ári. Ég hygg að fáir vilji standa í vegi fyr­ir því op­in­ber­lega að stofn­un­in fái eft­ir­lits­búnað sem hægt er að nýta lengra úti í land­helg­inni. Skugga brott­kasts þarf að afmá sem fyrst.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 13. desember 2021