Samráðið er raunverulegt

Skipu­lags- og sam­göngu­ráð sam­þykkti nýlega nýtt hverf­is­skipu­lag fyrir Breið­holt. Í hverf­is­skipu­lagi er stefnan fyrir hverfið hugsuð í heild sinni og gefnar eru út skýrar leið­bein­ingar um hvað hver og einn má gera við sína eign.

Hverf­is­skipu­lagið er afrakstur margra ára sam­ráðs. Haldnir hafa verið fundir með nem­end­um, sam­ráðs­fundir með íbú­um, rýni­fundir með fólki á ólíkum aldri, til­lög­urnar hafa verið til sýnis á fjöl­förnum stöð­um, hverf­is­göngur farnar um hverfið og tekið við skrif­legum athuga­semdum íbúa á ólíkum stigum máls­ins.

„En skiptir þetta nokkru máli?” spyr fólk gjarn­an. Gæti verið að það sé búið að ákveða allt hvort sem er og allt sam­ráðið sé bara sjón­ar­spil? Þessi gagn­rýni er lífseig. En þegar þróun hverf­is­skipu­lags er skoðuð frá upp­hafi til enda sést að sam­ráðið er raun­veru­legt. Það er hlust­að.

Fyrsti fasi hverfa­skipu­lags­ins í Breið­holti var árið 2016 og sá síð­ari árið 2020. Ýmsar hug­mynd­ir  hafa settar hafa fram við vinnslu skipu­lags­ins. Skoðum hvaða við­tökur þær hlutu og hvernig unnið var úr þeim:

 

Hug­myndir sem hætt var við

Jað­ar­sel-Jökla­sel

Settar voru fram hug­myndir um lítil fjöl­býl­is­hús með­fram Jað­ar­seli við Jökla­sel. Þessar hug­myndir mælt­ust ágæt­lega fyrir í rýni­hópum 2016 en fleiri efa­semdir heyrð­ust í kjöl­far­ið. Ákveðið var í stað­inn að skil­greina svæðið undir borg­ar­bú­skap.

Stapa­sel-Holta­sel

Settar voru fram hug­myndir um að byggja rað­hús á óbyggðu svæði milli Stapasels og Holtasels. Þessar hug­myndir mættu and­stöðu í rýni­hópum og var í kjöl­farið hætt við þær.

Breið­holts­braut

Settar voru fram hug­myndir um að reisa skrif­stofu- og atvinnu­hús­næði með­fram Breið­holts­braut, milli Bakka og Selja­hverf­is. Skiptar skoð­anir voru um hug­mynd­ina og var hún ekki tekin lengra.

Blöndu­bakki og Ferju­bakki

Sett var fram hug­myndir um að þétta byggð í Blöndu­bakka í Neðra-Breið­holti. Þeim var upp­runa­lega ágæt­lega tekið í rýni­hópum en meiri efa­semdir vökn­uðu á síð­ari stigum og var ákveðið að hætta við þessi þétt­ing­ar­á­form. Svip­aðar hug­myndir voru við Ferju­bakka en nið­ur­staðan varð sú sama og ákveðið var að halda svæð­inu sem opnu svæði.

Stekkj­ar­bakki

Settar voru fram hug­myndir um að reisa sér­býl­is­húsa­röð neðan við núver­andi byggð í Stekkj­un­um. Þeim var ágæt­lega tekið í rýni­hópum en mættu mót­stöðu íbúa á síð­ari stigum og það var hætt við þessi áform.

Bakka­hverfi – ofaná­bygg­ingar

Líkt og víða ann­ars staðar í hverf­is­skipu­lag­inu var gert ráð fyrir heim­ildum til að bæta við lyftu og auka­hæð á blokk­irnar í Bökk­un­um, neðra Breið­holti. Margir voru hins vegar á þeirri skoðun að þær mynd­uðu mjög merki­lega bygg­ing­ar­sögu­lega heild sem þyrfti að varð­veita. Það var því sett hverf­is­vernd á þennan hverfa­hluta og heim­ild­irnar til ofaná­bygg­inga felldar út.

Norð­ur­fell

Í upp­hafi vinn­unnar voru kynntar hug­myndir um upp­bygg­ingu rað- og par­húsa við Norð­ur­fell, neðan við Æsu­fell. Til­lög­urnar fengu ekki góðar við­tökur í rýni­hópum og voru í kjöl­farið var slegnar út af borð­inu.

Stór­bíla­stæði

Gert hafði verið ráð fyrir að stór­bíla­stæði, meðal ann­ars við Arn­ar­bakka, myndu víkja. Gerðar voru athuga­semdir við þetta af hálfu not­enda og munu stæðin halda sér.

Bakka­tún

Almennt var tekið vel í þær hug­myndir að lífga upp á kjarn­ann við Arn­ar­bakka. Hins vegar höfðu margir áhyggjur af bygg­ing­ar­magni og sér­stök and­staða var við að byggja inn á Bakka­tún­ið. Tekið var til­lit til þess­ara sjón­ar­miða, bygg­ing­ar­magn minnk­að, gróð­ur­hús fyrir borg­ar­bú­skap sett inn og hætt við áform um bygg­ingu félags- og dans­húss á Bakka­túni.

Hug­myndir sem var haldið í

Hverfiskjarn­ar

Almennt voru íbúar fremur jákvæðir í garð þess að þétta og efla eldri hverfiskjarna. Skipu­lags­vinnu við áður­nefndan kjarna Við Arn­ar­bakka og við Völvu­fell er nú þegar lokið en sú vinna klárað­ist sam­hliða hverf­is­skipu­lag­inu.

Aðrir eldri hverfiskjarn­ar, Hóla­garð­ur, svæðið við Jóru­fell, Rangár­sel og Tinda­sel eru merktir sem þró­un­ar­reitir og verður unnið sér­stakt deiliskipu­lag fyrir þá.

Sér­býli við Suð­ur­fell

Kynntar voru hug­myndir um lágreist sér­býl­is­húsa­byggð á þró­un­ar­svæði austur af Suð­ur­felli. Ekki var ein­ing um þessar hug­myndir meðal íbúa en jákvæðu radd­irnar þó ívið fleiri. Þetta svæði er því áfram þró­un­ar­svæði og þar gert ráð fyrir byggð.

Aust­ur­berg og Gerðu­berg

Almennt var hug­myndum um að þétta og styrkja byggð við Aust­ur­berg vel tek­ið. Þegar Aust­ur­bergið borg­ar­gata með borg­ar­línu mun hún ásamt Gerðu­bergi mynda sann­kall­aðan miðbæ Breið­holts.

Mjódd og Vetr­ar­garður

Í sam­ráðs­ferl­inu minnt­ust margir á að bæta mætti umhverfi Mjódd­ar. Farið verður í heild­stæða vinnu við skipu­lag Mjódd­ar­innar strax á næsta ári.

Loks var hug­myndum um Vetr­ar­garð vel tekið og er hann því kom­inn inn á skipu­lag.

Litið um öxl

Umræður um óvin­sælar hug­myndir sem blásnar eru af gleym­ast gjarnan fljótt. Sama gildir um umræður um vin­sælar hug­myndir koma til fram­kvæmd­ar. Eðli­lega man fólk mest eftir umræðum um umdeild mál, og mál þar sem skoð­anir eru skipt­ar. Það skapar kannski þá upp­lifun að öll mál séu umdeild og lítið sé hlust­að. En það er auð­vitað ekki alveg rétt.

Þegar þróun hverf­is­skipu­lags Breið­holts er skoðuð aftur í tím­ann sést vel hvernig unnið var áfram með þær hug­myndir sem góður rómur var gerður að en öðrum hug­myndum slauf­að. Upp­skeran er góð. Það mikla sam­ráðs­ferli sem átti sér stað við gerð skipu­lags Breið­holts var ekki sýnd­ar­sam­ráð. Þvert á móti hafði sam­ráðið mjög mikil áhrif á loka­nið­ur­stöð­una. Til þess var sam­ráð­ið, jú, hugs­að.

Höf­undur er borg­ar­full­trúi Við­reisnar og for­maður skipu­lags- og sam­göngu­ráðs Reykja­vík­ur.

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum 3 desember 2021