Sterkari sveitarfélög, ný hugsun í úrgangsmálum og fleiri frístundir

Við hófum þetta ár á bjart­sýni. Bólu­setn­ingaröf­und kom sem nýtt orð í tungu­málið okk­ar, á meðan við biðum eftir fyrstu bólu­setn­ing­unni, sann­færð um að bólu­setn­ingin myndi bjarga okkur út úr Kóvi­dinu, fjölda­tak­mörk­unum og minn­is­blöðum frá Þórólfi. Með bólu­setn­ingum yrði skóla- og frí­stunda­starfið aftur með eðli­legum hætti, svo ekki sé talað um alla félags­þjón­ust­una.

En það hefur reynst flókn­ara að ná í skottið á þessum far­aldri en við von­uðum í fyrstu. Nú, þremur bólu­setn­ingum síðar erum við mun betur í stakk búin lík­am­lega að takast á við Covid. Hlut­falls­lega smit­ast færri og ein­kennin eru væg­ari, sem gerir heil­brigð­is­kerf­inu öllu auð­veld­ara að takast á við vand­ann.

Sam­fé­lagið hefur líka lært hvernig bregð­ast skuli við. Við höfum grímur á tak­tein­um, þvoum okkur vel um hendur og sprittum þess á milli. Skellum okkur í hrað­próf áður en við förum á tón­leika eða á mann­fögn­uði. Allt til að verja aðra frá því smit­ast hugs­an­lega af okk­ur.