Bákn og biðlistar

Um tvo millj­arða króna mun upp­stokk­un stjórn­ar­ráðsins og fjölg­un ráðherra kosta rík­is­sjóð.

Eft­ir metmeðgöngu stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðna flokk­anna sem voru að koma úr fjög­urra ára rík­is­stjórn­ar­sam­starfi varð það niðurstaðan. Til að hægt yrði að halda sam­vinn­unni áfram yrði að gera breyt­ing­ar. Aðspurð orðaði Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra það ein­hvern veg­inn svo að eft­ir fjög­urra ára far­sælt sam­starf vissi for­svars­fólks stjórn­ar­flokk­anna vel hverju þyrfti að breyta og hvar þyrfti að gera bet­ur.

Sam­kvæmt fjár­lög­um er gert ráð fyr­ir að rík­is­sjóður verði rek­inn með um 170 millj­arða kr. halla í ár. Heim­ili og fyr­ir­tæki í land­inu herða nú sultaról­ina vegna vax­andi verðbólgu og hækk­andi vaxta. Kjara­samn­ingsviðræður munu að öll­um lík­ind­um taka mið af þeim veru­leika. Í hvaða veru­leika býr þá rík­is­stjórn sem skutl­ar 2 millj­örðum í óund­ir­búna illa skipu­lagða upp­stokk­un ráðuneyta og fjölg­un ráðherra?

Þrátt fyr­ir há­stemmd­ar yf­ir­lýs­ing­ar for­ystu­fólks rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að þau þori að vera breyt­ing­arafl framtíðar þá er birt­ing­ar­mynd­in sem blas­ir við öll­um al­menn­ingi sú að þess­ar breyt­ing­ar hafi átt sér stað með hraði á loka­metr­um stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðnanna. Til að leysa inn­an­búðarágrein­ing stjórn­ar­flokk­anna um hver fengi hvað og hver réði hverju. Og lík­lega líka um hver fengi ekki að ráða sumu.

Upp að vissu marki er þetta auðvitað bara hluti af því að skipta með sér völd­um. En þessi vinnu­brögð sýna enn og aft­ur að þrátt fyr­ir tal um mik­il­vægi ábyrgs rík­is­rekstr­ar þá vinn­ur rík­is­stjórn VG, Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar ein­fald­lega eft­ir allt ann­arri hug­mynda­fræði.

Það svíður hvað for­gangs­röðunin sem þarna birt­ist í áhersl­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar er í hróp­legu ósam­ræmi við hin raun­veru­legu viðfangs­efni sem blasa við í sam­fé­lag­inu. Sam­kvæmt nýrri sam­an­tekt umboðsmanns barna bíða nú sautján hundruð börn á biðlist­um eft­ir þjón­ustu í heil­brigðis­kerf­inu og hjá fé­lags­mála­stofn­un­um. Eitt þúsund og sjö hundruð börn. Meðalbiðtím­inn er frá einu og upp í tvö ár eft­ir þeirri þjón­ustu sem um ræðir. Þetta eru skelfi­leg­ar töl­ur.

Full­orðið fólk, margt orðið ófært um helstu verk­efni dag­legs lífs vegna verkja, bíður svo mánuðum og jafn­vel árum skipt­ir eft­ir bót meina sinna. Hvar er áhersla rík­is­stjórn­ar­inn­ar á lausn þessa mála? Á tíma­setta áætl­un um stytt­ingu biðlista? Á að ná samn­ing­um við sér­fræðilækna? Við sjúkraþjálf­ara, tal­meina­fræðinga og sál­fræðinga? Á að tryggja jafnt aðgengi íbúa lands­ins að mik­il­vægri þjón­ustu? Á að tryggja að þúsund­ir barna eyði ekki stór­um hluta æsk­unn­ar á biðlist­um? Af hverju var ekki dreg­inn sá lær­dóm­ur af stjórn­ar­sam­starf­inu á síðasta kjör­tíma­bili að þetta yrði í for­gangi núna?

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. febrúar 2022