Lítil áhrif á strætó

Hámarks­hraða­á­ætl­unin sem Reykja­vík sam­þykkti fyrir tæpu ári er byrjuð að koma til fram­kvæmda. Búið er að lækka hrað­ann í Laug­ar­dalnum og á Snorra­braut. Fleiri götur og hverfi eru á leið­inni.

Í stuttu mál ganga til­lög­urnar aðal­lega út á það að stækka veru­lega 30-­svæðin í borg­inni og minnka hámarks­hrað­ann niður úr 40 km/klst á ýmsum tengi­brautum sem liggja í og við íbúða­byggð. Mark­miðin með áætl­un­inni voru: bætt öryggi, minni hávaði, minni mengun og bætt upp­lifun íbúa.

Ein af þeim áhyggjum sem heyra mátti væri að lækk­aður hraði myndi auka ferða­tíma strætó og minnka líkur á því að fólk tæki strætó. Sá þáttur var skoð­aður sér­stak­lega og liggja nið­ur­stöð­urnar nú fyr­ir. Keyrt var ákveðið líkan til að athuga hversu miklar við­bót­artafir gætu orðið á hverri ferð. Nið­ur­stöð­urnar fyrir þá sviðs­mynd sem lík­leg­ust var talin má sjá á töfl­unni fyrir neð­an.

Heild­ar­skýrsl­una má sjá hér.

Nán­ast engin töf á fjöl­förn­ustu leið­ina

Við sjáum að við­bót­ar­töf fyrir fjöl­förn­ustu leið strætó, Leið 1 er nán­ast eng­in. Á þeirri leið keyrir strætó að langstærstum hluta á stofn­brautum þar sem hrað­inn mun hald­ast óbreytt­ur. Þarna stoppar strætó líka ört enda er leiðin mikið not­uð. Þegar strætó stoppar ört nær hann hvort sem er oft ekki að halda lög­legum hámarks­hraða lengi og því verða áhrifin lít­il.

Áhrifin eru því mest þar sem strætó­leiðin er mikið til innan hverfis og á leiðum sem eru hlut­falls­lega lítið not­aðar í dag. En jafn­vel þar eru áhrifin aðeins hálf til heil mín­úta í hverri ferð. Sú töf vel þess virði fyrir þau lífs­gæði sem lægri umferð­ar­hraði hefur í för með sér.

Fólk sem gengur tekur frekar strætó

Lægri umferð­ar­hraði býr til betra og mann­eskju­legra borg­ar­um­hverfi. Fólk mun frekar vilja ganga með­fram götum þar sem umferð er rólegri. Og fólk sem gengur er líka opn­ara fyrir að hoppa í strætó. Lækkun hámarks­hraða er því ekki bara ásætt­an­leg fyrir strætó, lækk­unin stuðlar að því að búa til borg­ar­um­hverfi þar sem fólk nota strætó frek­ar.

Hámarks­hraða­á­ætl­unin mun til lengdar stuðla betra umferð­ar­ör­yggi, minni hávaða, minni mengun og umfram allt bættu borg­ar­um­hverfi. Ég hlakka til að sjá hana verða að veru­leika.

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum 2. febrúar 2022