Ráðherrann og aðstoðarmaðurinn

Það er væg­ast sagt sér­stakt að á sama tíma og dóms­mála­ráð­herra leitar til Alþingis með laga­frum­varp til að bregð­ast við mútu­brot­um, sé aðstoð­ar­maður hans að ham­ast á blaða­manni í útvarps­þætti og þrá­spyrja um gögn sem vísað gætu á heim­ild­ar­menn. Gögn sem tengj­ast einum anga stærsta mútu­máls Íslands­sög­unnar sem hefur verið til rann­sóknar nokkrum lönd­um.

Þetta er svo sér­stakt að það þarf eig­in­lega að nefna þetta tvisvar. Á meðan dóms­mála­ráð­herra er í þing­inu að reyna efla við­bragð gegn mútu­brot­um, er aðstoð­ar­maður hans opin­ber­lega að pönk­ast í blaða­manni og krefj­ast þess að hann brjóti fjöl­miðla­lög með því að upp­lýsa um gögn sem vísað gætu á heim­ild­ar­menn sem tengj­ast risa­stóru mútu­máli.

Sam­hengið er ein­falt. Stór­fyr­ir­tæki er grunað um alvar­legt brot. Það voru fjöl­miðlar sem upp­lýstu um brot­ið. Fyr­ir­tækið bregst við með árásum á blaða­menn. Fjöl­miðlar upp­lýsa um hverjir eru á bak við árás­irn­ar. Þeir sem taka sér sjálf­krafa stöðu gegn fjöl­miðl­unum í þess­ari atburða­r­ás, en þegja yfir fram­göngu fyr­ir­tæk­is­ins, eða jafn­vel verja það, eru á gler­hálum villi­göt­um.

En þótt Baldur og Konni séu víða vonum við heitt og inni­lega að aðstoð­ar­mað­ur­inn sé ekki að berg­mála ein­hver við­horf ráð­herr­ans um að fjöl­miðlar upp­lýsi um gögn sín og heim­ild­ar­menn, sem njóta verndar sam­kvæmt lög­um. Að þessi rödd komi úr ráðu­neyti sem hýsir lög­reglu, ákæru­vald og dóm­stóla er engu að síður óverj­andi. Að þessi rödd heyr­ist hæst þegar hags­munir útgerð­ar­fyr­ir­tækis kalla á er hins vegar ákaf­lega fyr­ir­sjá­an­legt.

Þetta við­horf afhjúpar hvers vegna við höfum áhyggjur af stöðu blaða­manna sem afhjúpa spill­ingu. Svona skiln­ings­leysi, byggt á trén­uðu við­horfi til fjöl­miðla­frels­is, er hættu­legt. Það er ekki bara ein­hver sér­viska blaða­manna eða nöldur í stjórn­ar­and­stöðu að halda slíku fram. Tveir ráð­herrar í rík­is­stjórn­inni hafa stigið fram viðrað áhyggjur sín­ar. For­sæt­is­ráð­herra er brugðið yfir stöð­unni og mat­væla­ráð­herra er þeirrar skoð­unar að blaða­menn með rétt­ar­stöðu sak­born­ings sé „þungt skref“. Ung­liða­hreyf­ingar nokk­urra stjórn­mála­flokka, þar af tveggja stjórn­ar­flokka, hafa tekið undir þetta. Það eru ekki verð­laun í boði fyrir þá sem vita svarið við því hvaða flokkur er ekki með í þess­ari veg­ferð. Svarið er of aug­ljóst.

Sam­herj­a­málið er ein ástæða þess að Ísland er fallið í 16. sætið yfir fjöl­miðla­frelsi í heim­in­um. Það er tals­vert alvar­legra mál en að lenda ítrekað í 16. sæti í Júró­ví­sjón. Alvar­leg­ast af öllu er þó að afmark­aður hluti þjóð­ar­innar skuli ekki átta sig á þess­ari ein­földu stað­reynd.

Greinin birtist í Kjarnanum 23. febrúar 2022