Bankasala og skortur á samkeppni

Þing­flokkur Við­reisnar er í grunn­inn sam­mála rík­is­stjórn­inni um að óskyn­sam­legt sé að binda pen­inga skatt­borgar­anna í banka­starf­semi í jafn ríkum mæli og við höfum gert í all­mörg ár. Við höfum stutt hug­myndir um sölu hlut rík­is­ins í Íslands­banka en jafn­framt lagt áherslu á að ríkið verði kjöl­festu­fjár­festir í einum banka og gegn­sæi ríki við sölu hlut­ar­ins í Íslands­banka. Við höfum einnig und­ir­strikað að and­virði söl­unnar fari í nið­ur­greiðslu skulda rík­is­sjóðs og skýrt afmark­aðar inn­viða­fjár­fest­ing­ar.

Eigi að síður er að mörgu að hyggja þegar hluta­bréf rík­is­sjóðs eru seld. Þar koma ýmis efni til skoð­un­ar. Frá mínum bæj­ar­dyrum séð hefur rík­is­stjórnin horft fram hjá sumum mik­il­væg­ustu álita­efn­unum þótt margt hafi tek­ist þokka­lega út frá því umhverfi sem við búum nú við.

Lengi hefur legið fyrir í mati Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að sam­keppni á banka­mark­aði er ófull­nægj­andi. Virk sam­keppni á þessu sviði er ekki síður mik­il­væg fyrir almenn­ing og fyr­ir­tæki en eign­ar­hald­ið. Jafn­vel mik­il­væg­ari.

Skortur á virkri sam­keppni á fjár­mála­mark­aði

Rík­is­stjórnin hefur ein­blínt á eign­ar­hald hluta­bréf­anna en látið eins og sala á þeim leysi öll vanda­mál. Það er bara ekki raun­in. Við höfum aldrei heyrt ráð­herrana tala um mik­il­vægi virkrar sam­keppni til þess að bæta hag við­skipta­manna bank­anna. Því síður höfum við heyrt þá leggja á ráðin um úrbæt­ur.

Augljóst er að skyn­samasta lausnin til að auka sam­keppni á fjár­mála­mark­aði er að taka upp evru. Fram­kvæmda­stjóri Deutsche Bank á Norð­ur­löndum sagði engan vafa leika á að íslenska krónan væri stór hindrun fyrir alþjóð­lega banka á að hefja hér starf­semi. Ákvörðun um að vera utan Evru­sam­starfs­ins er því ákvörðun um fákeppni á fjár­mála­mark­aði með til­heyr­andi tjóni fyrir neyt­end­ur.

Rík­is­stjórnin horfir líka fram hjá þeim sér­staka vanda að hér er mjög lítið einka­fjár­magn. Íslands­banki er áfram í félags­legri eigu. Líf­eyr­is­sjóð­irnir eru nefni­lega stærstu kaup­end­urn­ir. Iðgjöld­in, sem þeir ávaxta með fjár­fest­ing­um, eru ein­fald­lega skatt­pen­ingar almenn­ings, inn­heimtir með sama hætti og aðrir skatt­ar.

Nú eru líf­eyr­is­sjóð­irnir traustir eig­endur með sama hætti og rík­is­sjóð­ur. Það er því ekki umkvört­un­ar­efni. Vand­inn er að breytt félags­legt eign­ar­hald á bönk­unum er allt of ein­hæft. Litlar líkur eru því á að það eitt og sér leiði til auk­innar sam­keppni.

Hænu­skref tekin því krónan hamlar

Félags­legt fjár­magn líf­eyr­is­sjóð­anna er nú ráð­andi í þeim tveimur bönkum sem rík­is­sjóður er ekki lengur meiri­hluta­eig­andi í.  Það er ekki unnt að tala um raun­veru­lega einka­væð­ingu í þessu sam­heng­i.

Að auki er félags­legt fjár­magn líf­eyr­is­sjóð­anna ráð­andi í flestum stærstu skráðu fyr­ir­tækj­un­um. Með öðrum orð­um: Það er kom­inn upp sá vandi að sjóð­irnir eru stórir eig­endur að bönk­unum sam­hliða því að eiga helstu við­skipta­vini þeirra. Í því gæti verið fólgin of mikil áhætta.

Til við­bótar þessu ætlar rík­is­stjórnin bara að stíga hænu­skref í að auka heim­ildir líf­eyr­is­sjóð­anna til að fjár­festa erlend­is. Mikil tak­mörkun á erlendum fjár­fest­ingum líf­eyr­is­sjóða veikir sam­keppn­isum­hverfið og skapar hættu á eigna­ból­u­m.

Sjálfir hafa líf­eyr­is­sjóð­irnir bent á tals­verða hættu á ruðn­ings­á­hrifum og bólu­myndun á inn­lendum eigna­mark­aði. Það getur leitt til þess að inn­lend eigna­söfn líf­eyr­is­sjóða verði að ein­hverju leyti ósjálf­bær til fram­tíð­ar. Það fer auð­vitað gegn hags­munum sjóðs­fé­laga. Ástæðan fyrir þessu hænu­skrefi rík­is­stjórn­ar­innar er á end­anum íslenska krón­an. Er þetta enn ein birt­ing­ar­myndin af þeim mikla kostn­aði sem hlýst af okkar litla gjald­miðli.

Til­flutn­ingur á félags­legu eign­ar­haldi á bönkum frá rík­is­sjóði til líf­eyr­is­sjóða er í sjálfu sér sak­laus aðgerð. Hún breytir hins vegar litlu. Og sára­litlu þegar kemur að sam­keppni. Við þurfum því rík­is­stjórn, sem er til­búin til að takast á við þau raun­veru­legu vanda­mál sem blasa við á þessu sviði og trúir á mátt sam­keppn­inn­ar.

Greinin birtist fyrst í Kjarnanum 31. mars 2022