Á hvaða forsendum ríkisstjórnin tók ákvörðun um sölu á Íslandsbanka

Fyrir páska sagði Lilja Alfreðs­dóttir við­skipta­ráð­herra frá því í fjöl­miðlum að hún hefði komið því skýrt á fram­færi innan rík­is­stjórn­ar­innar að hún væri mót­fallin þeirri leið að selja bréf í Íslands­banka til val­ins hóps fjár­festa. Hún hefði viljað almennt útboð. Önnur leið var hins veg­ar val­in og því miður væri fátt sem kem­ur henni á óvart í þessu máli og hver út­kom­an varð. Skila­boðin voru öllum skilj­an­leg. Við­skipta­ráð­herra var þarna að lýsa því að á hana hefði ekki verið hlust­að. For­sæt­is­ráð­herra hefði valið þá leið sem fjár­mála­ráð­herra lagði til en hafnað sjón­ar­miðum við­skipta­ráð­herra. Lilja bætti svo um betur og sagði að meira myndi koma í ljós í þessu máli á næstu dög­um. Hún vildi hins vegar ekki segja hvað það væri því hún var á leið­inni í páska­frí.

Voru átök innan rík­is­stjórn­ar­inn­ar?

Hvorki for­sæt­is­ráð­herra né fjár­mála­ráð­herra hafa getað neitað orðum við­skipta­ráð­herr­ans en ríg­halda í að engin bókun liggi fyr­ir. Bera fyrir sig ímynd­aðan trúnað um opin­ber ummæli ráð­herr­ans. For­sæt­is­ráð­herra segir bara að auð­vitað hafi skoð­ana­skipti átt sér stað. Senni­lega hefði það þó jafn­gilt stjórn­ar­slitum hefði við­skipta­ráð­herra bókað gegn for­manni Sjálf­stæð­is­flokks og for­manni Vinstri grænna á þriggja manna ráð­herra­fundi um efna­hags­mál þar sem ákvarð­anir voru teknar um þriðju stærstu einka­væð­ingu Íslands­sög­unn­ar. Í því ljósi svarar það engu um hvort átök voru innan rík­is­stjórn­ar­innar að engin bókun liggi fyr­ir.

Meira muni koma í ljós á næstu dögum

Í umræðum í þing­sal í morgun virt­ist við­skipta­ráð­herra stað­festa að for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins hefði ekki hlustað á varn­að­ar­orð henn­ar. Hún svar­aði spurn­ingum um þetta með þeim orðum að það væru ekki alltaf allir sam­mála. Eftir stendur þá sú spurn­ing hvort við­skipta­ráð­herra hafi verið ein­angruð um þessa afstöðu innan eigin flokks. Eng­inn þing­maður flokks­ins hefur viljað stað­festa að innan þing­flokks hafi þessi varn­að­ar­orð vara­for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins verið rædd.

Síðar sama dag var tónn­inn í við­skipta­ráð­herra orð­inn annar inni í þing­sal. Hún sagði alla ráð­herra­nefnd­ina um efna­hags­mál haft efa­semdir í aðdrag­anda söl­unn­ar. En engu að síður keyrðu þau öll sem einn maður á þennan vegg. Það eru auð­vitað stór­kost­leg tíð­indi ef for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­innar voru öll sam­mála höfðu efa­semdir en breyttu samt ekki í sam­ræmi við það. Og úr varð sala sem ein­kenn­ist af hags­muna­á­rekstrum og 83% þjóð­ar­innar er óánægð með.

Hin póli­tíska ábyrgð

Aug­ljóst er að aðdrag­andi söl­unn­ar, ákvarð­anir innan rík­is­stjórn­ar­innar sjálfar og umræður þar eru við­kvæm­ar. Þetta eru þær spurn­ingar sem mestu máli skipta, því þessar ákvarð­anir lögðu grunn­inn að söl­unni. Rann­sókn­ar­nefnd getur skoðað stóru mynd­ina en ekki bara hegðun ein­staka sölu­full­trúa. Fyrir páska­frí vakti það athygli þegar við­skipta­ráð­herra sagði: „Ég er þó ekki á því að hægt sé að skella skuld­inni al­farið á stjórn­­end­ur Banka­­sýsl­unn­ar og þykir miður að málið sé ein­faldað þannig. Ábyrgðin hlýt­ur að vera stjórn­­­mála­­manna sem tóku ákvörðun í mál­in­u“. Þessar kjarna­spurn­ingar um póli­tíska ábyrgð vilja for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­innar hins vegar ekki að verði ræddar eða rann­sak­að­ar. Og af þeirri ástæðu vilja þau ekki rann­sókn­ar­nefnd.

Við­skipta­ráð­herra svar­aði ekki spurn­ingu minni í morgun um það hvað hún átti við þegar hún sagði að meira myndi koma í ljós í þessu máli á næstu dög­um. Á almenn­ingur ekki rétt á því að heyra við hvað hún á? Varla getur það verið lög­mál að vara fólk alltaf við eftir að slysið verð­ur?

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar.

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum 28. apríl 2022