Dýrkeypt skammsýni

Staðan á Land­spít­al­an­um hef­ur sjald­an ef nokkru sinni verið jafnslæm. Enda hef­ur Run­ólf­ur Páls­son for­stjóri lýst því yfir að verði ekki brugðist við sem fyrst fari spít­al­inn í þrot.

Stærsta áskor­un­in er að tryggja nægt starfs­fólk en þar skap­ast víta­hring­ur enda hef­ur Land­spít­al­inn ekki tök á því að taka við fleiri nem­end­um en hann ger­ir í dag.

Þegar tæki­fær­in eru tak­mörkuð bregst unga fólkið við með því að sækja sér mennt­un er­lend­is. Sú þróun er ekki nei­kvæð nema fyr­ir þær sak­ir að stór hluti þess skil­ar sér ekki til baka. Um þriðjung­ur ný­út­skrifaðra ís­lenskra sér­fræðinga snýr ekki heim að námi loknu. Í raun er Ísland langefst Norður­landa í út­flutn­ingi á eig­in rík­is­borg­ur­um. Það seg­ir sína sögu og er áhyggju­efni, sér­stak­lega þegar þjóðin eld­ist hratt. Við vinn­um ekki á mönn­un­ar­vand­an­um meðan ungt heil­brigðis­menntað fólk sér hag sín­um ekki best borgið með því að búa og starfa á Íslandi.

Þetta er ein al­var­leg­asta birt­ing­ar­mynd þess hversu illa stjórn­völd hafa ráðið við það að hugsa til lengri tíma. Þrátt fyr­ir að um­svif hins op­in­bera hafi auk­ist sem aldrei fyrr skil­ar það sér ekki í um­bót­um á vanda Land­spít­al­ans eða ann­arri bættri þjón­ustu við al­menn­ing. Lang­tíma­hugs­un er á und­an­haldi.

Erfiðleik­ar Land­spít­al­ans í dag eru af­leiðing­ar ára­tuga af röng­um póli­tísk­um ákvörðunum. Niður­skurði á fjár­fram­lög­um, and­stöðu við einka­rekna heil­brigðisþjón­ustu og fáum tæki­fær­um til rann­sókna og þró­un­ar á Land­spít­al­an­um. Spít­al­inn, sem eitt sinn var best­ur há­skóla­sjúkra­húsa á Norður­lönd­um hvað viðkem­ur vís­ind­um, hef­ur fallið niður í botnsæti. Í stað þess að gera Land­spít­al­an­um bet­ur kleift að sinna hlut­verki sínu sem há­skóla­sjúkra­hús hef­ur þjón­usta sem aðrir aðilar hafa sinnt, og gert það vel, verið í aukn­um mæli færð und­ir hatt Land­spít­al­ans, sem fyr­ir hef­ur verið sniðinn allt of þröng­ur stakk­ur.

Nú eru framtíðar­horf­ur Land­spít­al­ans dimm­ar og fyr­ir­sjá­an­legt að það verði mun dýr­ara að bæta úr rekstr­ar­vanda hans en ef brugðist hefði verið við tím­an­lega. Besti tím­inn til þess að bregðast við vanda Land­spít­al­ans var fyr­ir ára­tug en næst­besti tím­inn í dag – og þá von­andi á grund­velli raun­veru­legr­ar lang­tíma­hugs­un­ar.

Heim­il­in í land­inu þurfa stöðugt að hafa hug­ann við framtíðina. Gera áætlan­ir varðandi hús­næðis­kaup, mennt­un og störf, fjöl­skyldu, ferðalög, svo fátt eitt sé nefnt. Þess­ar áætlan­ir ganga vissu­lega ekki alltaf eft­ir og oft taka þær breyt­ing­um en það er falið í eðli skipu­lagn­ing­ar til lengri tíma. Við ger­um áætlan­ir og sjá­um flest mik­il­vægi þess að horfa á heild­ar­mynd­ina. Hvers vegna er þá lög­mál hjá rík­is­stjórn lands­ins að líta aldrei lengra en til ör­fárra ára í senn? Þessu þarf að breyta!

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. ágúst 2022