Hættum þessu!

Ný­sköp­un í heil­brigðisþjón­ustu er ein af megin­á­hersl­um Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur ný­sköp­un­ar­ráðherra. Síðasta vor kynnti ráðherr­ann sér­stakt átak þar að lút­andi og sagði þá að vegg­ir hins op­in­bera væru of háir og lokaðir fyr­ir hug­mynd­um ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækja. Leggja ætti sér­staka áherslu á stuðning við sam­starf milli hins op­in­bera og einkaaðila.

Síðan hef­ur það helst gerst að Embætti land­lækn­is neit­ar að una úr­sk­urði kær­u­nefnd­ar útboðsmá­la, sem úr­sk­urðaði litlu frum­kvöðlafyr­ir­tæki í vil gegn embætt­inu, vegna skorts á útboði á þjón­ustu með tækni­lausn­ir í heil­brigðis­geir­an­um.

Sam­kvæmt lög­um um op­in­ber inn­kaup ber að bjóða út öll inn­kaup hins op­in­bera á vör­um og þjón­ustu yfir 15,5 millj­ón­um króna. Frá því að lög­in voru sett hlaupa kaup embætt­is land­lækn­is á tækni­lausn­um í heil­brigðis­geir­an­um á hundruðum millj­óna króna, jafn­vel millj­örðum. Í niður­stöðu kær­u­nefnd­ar­inn­ar seg­ir að eng­ar und­anþágur frá útboðsskyldu gætu átt við um þessi kaup land­læknisembætt­is­ins. Um þau hefðu ekki verið gerðir viðhlít­andi skrif­leg­ir samn­ing­ar.

Í úr­sk­urðinum var lögð stjórn­valds­sekt á embætti land­lækn­is upp á 9 millj­ón­ir, auk þess sem embætt­inu var gert að greiða 2 millj­ón­ir í máls­kostnað til hug­búnaðarfyr­ir­tæk­is­ins Köru Conn­ect. Þá var lagt fyr­ir embættið að bjóða út þróun hug­búnaðar á þeim kerf­um sem um ræðir, m.a. þróun fjar­funda­lausn­ar til notk­un­ar á heil­brigðis­sviði.

Í til­kynn­ingu frá Embætti lands­lækn­is seg­ir að „embættið harmi að þurfa að kæra Köru Conn­ect.“ Vissu­lega gera lög ráð fyr­ir að málsaðilar séu kærðir svo hnekkja megi úr­sk­urði. Það þarf hins veg­ar auðvitað ekki að reyna að fá úr­sk­urði hnekkt. Önnur nálg­un væri ein­fald­lega að una úr­sk­urðinum og gyrða sig í brók þegar kem­ur að sam­skipt­um hins op­in­bera og einkaaðila, svo vísað sé í orð ný­sköp­un­ar­ráðherra. Brjóta niður vegg­ina.

Það er bein­lín­is niður­drep­andi að lesa frá­sögn Þor­bjarg­ar Helgu Vig­fús­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Köru Conn­ect, af mál­inu. „Það er verið að tefja eða stöðva kröfu um að þurfa að bjóða út. Ég hugsa að þetta stöðvi þróun og ný­sköp­un í heil­brigðis­um­hverf­inu. Það eru þegar mjög fá fyr­ir­tæki sem þríf­ast hérna út af þessu ástandi. “

Áhersla á aukið sam­starf milli hins op­in­bera og einka­fyr­ir­tækja ligg­ur hér ekki beint í loft­inu og það er mjög miður. Ávinn­ing­ur­inn er aug­ljós og marg­vís­leg­ur. Þess utan kost­ar nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag skatt­greiðend­ur offjár þar sem ríkið er í um­fangs­mik­illi sam­keppni við einka­fyr­ir­tæki á markaði án nauðsyn­legs gegn­sæ­is og aðhalds.

Stjórn­völd þurfa svo að hætta mála­ferl­um gegn ein­stak­ling­um og einkaaðilum þegar úr­sk­urðir falla hinu op­in­bera í óhag. Hvort sem um er að ræða ráðherra eða op­in­ber­ar stofn­an­ir. Þetta er ekki í lagi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 29. ágúst 2022