Ákvörðun sem þjóðin á að taka

Það er löngu tíma­bært að spyrja al­menn­ing um það hvort hefja eigi sam­tal við Evr­ópu­sam­bandið að nýju. Til­laga þess efn­is var rædd á fyrstu dög­um þings­ins. Í þeim umræðum virt­ust stjórn­ar­liðar þó ekki átta sig á eðli til­lög­unn­ar. Mál­flutn­ing­ur þeirra ein­kennd­ist af óljós­um vanga­velt­um um aðild­ina sjálfa. Eng­in rök gegn því að vísa mál­inu til þjóðar­inn­ar voru hins veg­ar nefnd.

Höf­um aðal­atriðin á hreinu

Ekki er rök­rétt að fylla í eyðurn­ar með þess­um hætti en ákveða síðan að málið skuli ekki rætt frek­ar. Mál­flutn­ing­ur sem bygg­ist á ein­tóm­um get­gát­um verður seint tal­inn sann­fær­andi. Það er eðli­leg krafa að umræða um svona stórt mál grund­vall­ist á rök­um og rétt­um upp­lýs­ing­um. Af þess­um sök­um vilj­um við ein­mitt hefja sam­talið og spyrja þjóðina álits.

Stjórn­ar­liðar héldu því fram að Ísland gæti ekki samið um skil­mála og skyld­ur aðild­ar. Inn­an sam­bands­ins skipt­ir öllu máli að ríki geti starfað sam­an á jöfn­um grund­velli og til þess þarf að tryggja laga­legt sam­ræmi. Rétt­ar­regl­urn­ar gilda í grunn­inn en það er þó samn­ings­atriði hvernig og hvenær regl­ur eru inn­leidd­ar. Næg­ir þar að horfa til fyrri for­dæma. Til dæm­is hafa Dan­ir, Sví­ar, Finn­ar og fjöl­marg­ir fleiri samið um sér­lausn­ir og und­anþágur á þessu sviði.

Breytt­ar aðstæður kalla á viðeig­andi viðbrögð

Á dög­un­um áttu sér stað þau merki­legu tíðindi að fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Nor­egs, Kj­ell Magne Bondevik, sem lengi hef­ur beitt sér gegn ESB-aðild lands­ins, kallaði nú eft­ir því að málið færi aft­ur á dag­skrá. Of margt hefði breyst frá því að Norðmenn greiddu síðast at­kvæði um aðild, ekki síst væri heims­mynd­in allt önn­ur. Þar fyr­ir utan væri Kína að hasla sér völl á alþjóðasviðinu, á meðan Banda­rík­in væru enn klof­in inn­byrðis.

Hann spurði hvort ekki væri rétt að Norðmenn end­ur­mætu sína stöðu gagn­vart ESB, rétt eins og Sví­ar og Finn­ar hefðu gert með til­liti til NATO. Einnig nefndi hann um­hverf­is- og lofts­lags­mál­in, nú mik­il­væg sem aldrei fyrr, þar sem Evr­ópu­sam­bandið hefði tekið af­ger­andi for­ystu. Bondevik spurði hvort ekki væri betra ef Nor­eg­ur kæmi að stefnu­mót­un­inni sjálfri og tæki þannig for­ystu með vinaþjóðum sín­um.

Loks ít­rekaði hann mik­il­vægi þess að ræða málið á nýj­an leik. Það þyrfti að gera al­menni­lega og með heild­ar­mynd­ina í huga. Rétt­ast væri að spyrja norsku þjóðina álits með tvö­faldri at­kvæðagreiðslu, fyrst um það hvort hefja ætti viðræður og svo aft­ur um aðild­ina sjálfa, enda málið þess eðlis að þjóðar­vilj­inn þyrfti að vera skýr og milliliðalaus. Þessi sjón­ar­mið eru eft­ir­tekt­ar­verð í ljósi þess að Norðmenn hafa tví­veg­is áður greitt at­kvæði gegn ESB-aðild. Engu að síður er nú tal­in þörf á að end­ur­taka leik­inn í ljósi ger­breyttra aðstæðna.

Þessi sjón­ar­mið komu einnig fram í grein sem formaður borg­ar­ráðs Ósló­ar­borg­ar, Raymond Johan­sen, skrifaði fyr­ir um hálfu ári. Sam­bæri­leg sjón­ar­mið lágu að baki ákvörðun Svía og Finna að sækj­ast eft­ir aðild að NATO, enda töldu rík­in nauðsyn­legt að mæta breytt­um aðstæðum með end­ur­mati á eig­in stöðu og auknu sam­starfi við aðrar lýðræðisþjóðir. Þetta hef­ur líka verið tónn­inn hjá öðrum ríkj­um Evr­ópu og raun­ar víðar. Kjarn­inn í þeirri hugs­un er sá að lýðræðis­rík­in séu sterk­ari sam­an. Það á ekki síður við um Ísland.

Spyrj­um þjóðina álits

Þegar aðstæður breyt­ast með þess­um hætti er ekki nema eðli­legt að Ísland end­ur­meti sína stöðu. Virkt og öfl­ugt alþjóðasam­starf hef­ur alla tíð reynst land­inu vel, einkum EES-sam­starfið sem við höf­um notið góðs af í meira en ald­ar­fjórðung. Því má spyrja hvort ekki sé tíma­bært að taka loka­skrefið í Evr­ópu­sam­starf­inu. En þá ákvörðun þarf þjóðin að taka. Treyst­um henni til að tjá hug sinn.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 28. október 2022