Við ákveðum þetta saman

Rekst­ur innviðafyr­ir­tækja er samof­inn starf­semi sveit­ar­fé­laga. Í Reykja­vík eru nokk­ur slík sem flest­ir þekkja og eru í dag­legu tali kölluð B-hluta­fyr­ir­tæki. Þetta eru t.d. Orku­veit­an ásamt dótt­ur­fé­lög­um, Fé­lags­bú­staðir og Faxa­flóa­hafn­ir. Mik­il­vægt er að í rekstri þess­ara fyr­ir­tækja lát­um við góða stjórn­ar­hætti leiða okk­ur áfram.

Góðir stjórn­ar­hætt­ir

Al­menn eig­anda­stefna borg­ar­inn­ar var samþykkt síðastliðið vor og unn­in í þver­póli­tískri sátt. Henni er gert að tryggja gagn­sæja, fag­lega og skil­virka stjórn­un B-hluta­fyr­ir­tækja borg­ar­inn­ar þannig að það ríki al­mennt traust á stjórn og starf­semi. Þá er sér­stak­lega fjallað um upp­lýs­inga­gjöf milli eig­anda og fyr­ir­tæk­is um rekst­ur og stefnu­mörk­un ásamt ábyrgðar­skil­um milli eig­anda, stjórn­ar og stjórn­enda. Eig­anda­stefn­an er ekki úr lausu lofti grip­in held­ur tek­ur hún mið af leiðbein­ing­um OECD um stjórn­ar­hætti fyr­ir­tækja í op­in­berri eigu ásamt leiðbein­ing­um viðskiptaráðs.

Hlut­verk, umboð og upp­lýs­inga­skylda

Al­menn eig­anda­stefna borg­ar­inn­ar ramm­ar inn með skýr­um hætti mark­mið eig­anda. Þar eru nokkr­ir þætt­ir sér­stak­lega dregn­ir fram, s.s. að Reykja­vík­ur­borg er form­lega skil­greind sem virk­ur eig­andi og hlut­verk, umboð og ábyrgð eig­anda er skil­greint og af­markað gagn­vart borg­ar­ráði og borg­ar­stjórn, þar á meðal vald­heim­ild­ir og mörk þeirra og upp­lýs­inga­gjöf. Tekið er á for­send­um fyr­ir eign­ar­haldi Reykja­vík­ur­borg­ar í fyr­ir­tækj­um sem eru sér­stak­lega skil­greind­ar og háðar mati af hálfu eig­anda.

Annað sem tekið er á er að tryggður er skýr­leiki á umboði stjórna fyr­ir­tækj­anna og að meg­in­stefnu­mörk­un þeirra sé háð samþykki eig­enda. Þá eru einnig skýr­ar kröf­ur gerðar til skipu­lags og stjórn­ar­hátta, sem trygg­ir gegn­sæi og áreiðan­leika, ásamt fag­mennsku og skil­virkni í störf­um stjórna og stjórn­enda, s.s. af­mörk­un á hlut­verki, umboði, ábyrgð og stjórn­ar­hátt­um.

Hver ákveður hvað

Ragn­hild­ur Alda Vil­hjálms­dótt­ir rit­ar grein í Morg­un­blaðið 10. októ­ber þar sem hún spyr: „Hver ákvað þetta?“ Spurn­ing­in er góð og svarið er ein­falt. Það er ekki búið að ákveða neitt. Ragn­hild­ur rek­ur í sinni grein yf­ir­ferð Inn­herj­ans á frétt­um frá Orku­veit­unni þar sem farið er yfir áform Car­bfix um hluta­fjáraukn­ingu ásamt áform­um Ljós­leiðarans um hluta­fjáraukn­ingu vegna frek­ari fjár­fest­ing­ar til að leggja svo­kallaðan Lands­hring. Ragn­hild­ur Alda spyr hvort það sé ekki póli­tísk ákvörðun að eitt af dótt­ur­fé­lög­um Orku­veit­unn­ar fari í hluta­fjáraukn­ingu þar sem fag­fjár­fest­um er boðið upp í dans við að leggja ljós­leiðara um allt land og svarið við þeirri spurn­ingu er: svo sann­ar­lega er það póli­tísk ákvörðun að taka slíka stefnu­mót­andi ákvörðun eins og rakið er hér að ofan í tengsl­um við eig­anda­stefnu borg­ar­inn­ar. Það er al­veg ljóst að fyr­ir­tæki í 100% op­in­berri eigu fara ekki í einka­væðing­ar­ferðalag án aðkomu og umræðu eig­anda. Það er því heil­mik­il póli­tísk umræða fram und­an í borg­ar­ráði og borg­ar­stjórn þar sem við öll í borg­ar­stjórn ákveðum þetta sam­an.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 13. október 2022