Bið, endalaus bið

Fleiri hundruð Íslend­inga bíða eft­ir val­kvæðum aðgerðum á borð við liðskipti, efna­skipta- og auga­steinsaðgerð. Þrátt fyr­ir orðalagið er erfitt að halda því fram við fólkið sem bíður aðgerðanna að nokkuð sé val­kvætt við þær. Lífs­gæði fólks­ins velta á því að það fái þessa þjón­ustu og biðin eyk­ur bæði þján­ingu og kostnað.

„Nú er hver dag­ur svo lengi að líða,“ söng Svala Björg­vins­dótt­ir 11 ára göm­ul. Þótt biðin henn­ar hafi verið ann­ars eðlis þá kem­ur lýs­ing­in heim og sam­an við upp­lif­un þeirra sem leng­ir eft­ir aðgerðum: „Það bara ger­ist ekki neitt.“

Fyrst þarf fólk að bíða eft­ir tíma hjá lækni fyr­ir grein­ingu. Að því loknu hefst raun­veru­lega biðin sem er allt of löng. Svo dæmi sé nefnt er miðgildi biðtíma fjór­um sinn­um hærra á Íslandi en í Dan­mörku.

En þar kem­ur Evr­ópu­sam­starfið til hjálp­ar. Sam­kvæmt biðtímareglu EES á fólk rétt á að sækja sér heil­brigðisþjón­ustu í öðru EES-landi ef bið eft­ir nauðsyn­legri meðferð er orðin lengri en 90 dag­ar. Þessi regla er sann­kölluð lífs­björg fyr­ir stór­an hóp fólks. Gall­inn er að ferðalagið er íþyngj­andi fyr­ir mann­eskj­una sem bíður eft­ir aðgerð og kostnaður­inn er rúm­lega tvö­falt meiri fyr­ir ríkið en við aðgerðir sem eru gerðar hér heima.

Þetta þarf ekki að vera svona. Við höf­um bæði aðstöðuna og mannauðinn til að grynnka veru­lega á biðlist­un­um. Fyr­ir­staðan er að rík­is­stjórn­in hef­ur ekki heim­ilað samn­inga við sjálf­stæða aðila um að fram­kvæma ná­kvæm­lega sömu aðgerðir og fólk er látið sækja ytra, með til­heyr­andi kostnaði, áhættu og óþæg­ind­um.

Þar stend­ur hníf­ur­inn í kúnni. Sjálf­stæðis­flokk­ur, Fram­sókn og Vinstri-græn hafa ít­rekað fellt til­lög­ur okk­ar í Viðreisn í tengsl­um við fjár­lög­in um að koma til móts við þenn­an hóp. Þess­ir flokk­ar hafa held­ur ekki veitt frum­varpi okk­ar braut­ar­gengi sem myndi tryggja að fólk sem á rétt á end­ur­greiðslu fyr­ir aðgerð er­lend­is myndi líka eiga rétt á end­ur­greiðslu fyr­ir aðgerðir hér á landi, að sömu skil­yrðum upp­fyllt­um.

Frum­varp Viðreisn­ar set­ur þarf­ir sjúk­linga í for­gang, stytt­ir biðlista og spar­ar rík­is­sjóði óþarfa kostnað. Þetta snýst fyrst og fremst um greiðsluþátt­töku stjórn­valda því á meðan ekk­ert er gert, og á meðan biðin stytt­ist ei neitt, er sís­tækk­andi hóp­ur sem vel­ur að borga fyr­ir aðgerðir úr eig­in vasa. Neyðist jafn­vel til þess. Það kall­ast í dag­legu tali tvö­falt heil­brigðis­kerfi – og þessi rík­is­stjórn er kom­in vel á veg með að setja það á fót hér á landi. Það má ekki ger­ast.