Það er ekki jafnt gefið

Nú­verandi ríkis­stjórn hefur setið við stjórn­völinn í tæp sex ár. Sjálf­skipuð ein­kennis­orð hennar hafa verið efna­hags­legur stöðug­leiki og pólitískur friður.

Á lands­þingi Við­reisnar nú um helgina kom saman öflugur hópur fólks sem hafnar þessari skapandi túlkun ráð­herranna á eigin stjórnar­tíð – og rétt­nefnir meintan frið kyrr­stöðu. Kyrr­staða sem á endanum er svika­logn.

Efna­hags­vandinn er marg­laga. Það logar ein­fald­lega allt stafnanna á milli í deilum. Vart skiptir máli hvar gripið er niður.

Kjara­deilur eru orðnar að dóms­málum, van­trausts­yfir­lýsingar dag­legt brauð. Ráð­herrar ein­stakra mála­flokka eru eins­pilarar á velli, þar sem ekkert leik­skipu­lag virðist ríkja.

Seðla­banka­stjóri bendir í­trekað á það ó­fremdar­á­stand sem skapast hefur í ríkis­fjár­málunum og á vinnu­markaði. Það þó að sjó­menn og út­gerðin skrifuðu undir samning til næstu tíu ára. Sem er fagnaðar­efni.

En stöldrum við, hvernig verða svona 10 ára samningar til á Ís­landi? Á því er ein­föld skýring. Við­semj­endur sjó­manna, út­gerðirnar, eru nefni­lega fyrir­tæki í for­réttinda­heimi 300 stærstu fyrir­tækja landsins, sem gera upp í stöðugum gjald­miðli – og geta leyft sér að gera á­ætlanir fram í tímann. Skúringa­fólk, kennarar, strætó­bíl­stjórar og skrif­stofu­fólk er á sama tíma neytt til að gera upp í ís­lenskum krónum.

Ríkir ein­hver sér­stakur friður um það að venju­leg, ís­lensk heimili séu neydd í hlut­verk spá­kaup­manna á gjald­eyris­markaði til að verða ekki undir? Er friður um það að þeir sem eiga mest, tapa minnst þegar á móti blæs?

Við­reisn vill að fólkið sem á­kveður nú hvort það taki yfir­drátt til að borga af ó­verð­tryggðu lánunum sínum eða breyti þeim í verð­tryggð, hvar eigna­myndun er nánast engin – fái líka að á­kveða hvort þau vilji yfir höfuð á­fram vera föst í krónu­hag­kerfi.

At­kvæði greitt Við­reisn er skref í þá átt.

Og þá fyrst stefnum við í átt pólitísks friðar og efna­hags­legs stöðug­leika til fram­tíðar á Ís­landi.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. febrúar