Þakklát fyrir samtalið

Nú stend­ur yfir kjör­dæm­a­vika, sú fyrsta frá alþing­is­kosn­ing­un­um í lok nóv­em­ber á síðasta ári sem leiddu til sögu­legr­ar mynd­un­ar rík­is­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins. Þing­flokk­ur Viðreisn­ar nýt­ir kjör­dæm­a­vik­una að venju vel. Síðustu daga höf­um við gert víðreist um Vest­ur­landið en vik­an er bara rétt hálfnuð og fram und­an er spenn­andi dag­skrá á Suður­landi.

Fyr­ir ráðherra at­vinnu­vega er kjör­dæm­a­vik­an ómet­an­legt tæki­færi til að ræða við fólk víðs veg­ar að um þau mál sem á því brenna og varða grunn­atvinnu­vegi okk­ar. Við hóf­um vik­una með opn­um fundi í golf­skála Akra­ness þar sem við rædd­um mál­efni bæj­ar­ins og höf­um síðan heim­sótt stofn­an­ir og fyr­ir­tæki víðs veg­ar á Vest­ur­landi. Við luk­um fyrsta degi með frá­bær­um opn­um fundi á Hót­el Lauga­bakka þar sem yfir 60 manns mættu víða að til að ræða við þing­flokk­inn um lands­ins gagn og nauðsynj­ar. Mörg­um spurn­ing­um og at­huga­semd­um var beint að mér sem at­vinnu­vegaráðherra og ég er veru­lega þakk­lát fyr­ir sam­talið. Það kem­ur ekki á óvart að á þess­um slóðum var land­búnaður helsta umræðuefnið og marg­ar hug­mynd­ir til úr­bóta viðraðar.

Á fund­in­um var tölu­vert spurt um nýtt frum­varp sem ég hef kynnt um breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um er varðar kjötaf­urðastöðvar og und­anþágur þeirra frá sam­keppn­is­lög­um. Þess­um lög­um var breytt á síðasta kjör­tíma­bili og var þá gengið mjög langt í að búa ís­lensk­um afurðastöðvum mun víðtæk­ari und­anþágur frá sam­keppn­is­lög­um en þekkj­ast í ná­granna­lönd­um okk­ar. Það er verk fyrr­ver­andi stjórn­ar­meiri­hluta og nú­ver­andi minni­hluta sem breytti fyr­ir­liggj­andi frum­varpi sem miðaði að því að styrkja stöðu bænda og skapa tæki­færi fyr­ir þá til auk­inn­ar sam­vinnu, á þann hátt að afurðastöðvar sem ekki eru í meiri­hluta­eigu bænda og önn­ur fyr­ir­tæki sem eru jafn­vel stór­tæk í öðrum grein­um at­vinnu­lífs­ins geta nú átt með sér verðsam­ráð og sam­ein­ast án aðkomu og eft­ir­lits sam­keppn­is­yf­ir­valda. Eng­in skil­yrði eru um eign­ar­hald eða stjórn bænda í þeim lög­um sem samþykkt voru á Alþingi vorið 2024 og eng­ir varnagl­ar í lög­un­um sem eru því til fyr­ir­stöðu að hinar víðtæku und­anþágur bitni á þeim hags­mun­um sem ætl­un­in var að vernda, hags­mun­um bænda. Með öðrum orðum, eðli­legu aðhaldi sam­keppn­inn­ar var kippt úr sam­bandi.

Nýja frum­varpið ger­ir ráð fyr­ir því að bú­vöru­lög­in verði færð aft­ur til fyrra horfs en sam­hliða verður unnið að öðru frum­varpi sem trygg­ir að inn­lend­ir fram­leiðend­ur hafi ekki minna svig­rúm til hagræðing­ar en er í ná­granna­lönd­um okk­ar. Við vilj­um tryggja bænd­um tæki­færi til sam­vinnu og sam­starfs, til að styrkja stöðu þeirra inn­an virðiskeðjunn­ar og jafn­framt stuðla að hagræðingu inn­an at­vinnu­grein­ar­inn­ar bænd­um og neyt­end­um til hags­bóta.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 26. febrúar 2025