Verkstjórn eftir áralangt verkstol

Ný rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins verður verk­stjórn. Það er hress­andi til­breyt­ing eft­ir sjö ára kyrr­stöðustjórn að upp­lifa að hér sé kom­in til valda rík­is­stjórn sem ætl­ar að ganga í verk­in. Skera á hnút­ana. Í vik­unni kynntu for­menn stjórn­ar­flokk­anna fyrstu verk rík­is­stjórn­ar­inn­ar með skil­merki­leg­um hætti. Um var að ræða yf­ir­lit yfir frum­vörp og aðrar aðgerðir fyrstu 100 dag­ana. Í fyrsta lagi kynntu for­menn­irn­ir áform sín um að koma á stöðug­leika­reglu með frum­varpi strax í fe­brú­ar. Þannig verða eng­in ný út­gjöld árið 2025 án þess að hagræða eða afla auk­inna tekna á móti. Það er nauðsyn­legt skref til að tryggja að bet­ur sé farið með op­in­bert fé og til að stuðla að áfram­hald­andi lækk­un vaxta fyr­ir heim­il­in og fyr­ir­tæk­in í land­inu. Ráðuneyt­um verður fækkað og það verður því spenn­andi að sjá hvað hagræðing­ar­hóp­ur­inn legg­ur til þann 28. fe­brú­ar. Að auki boðar rík­is­stjórn­in nauðsyn­leg­ar bráðaaðgerðir í hús­næðismál­um. Fíkni­sjúk­dóm­ur­inn fer ekki í sum­ar­frí og því verða meðferðarúr­ræði ekki lokuð í sum­ar eins og tíðkast hef­ur. Kjör ör­yrkja og eldra fólks verða bætt og um­bæt­ur boðaðar á fæðing­ar­or­lofs­kerf­inu. Rík­is­stjórn­in ætl­ar einnig að stuðla að auk­inni verðmæta­sköp­un og rétt­látri auðlinda­nýt­ingu. Höggva á hnút­inn í orku­mál­un­um og ein­falda, hraða og sam­ræma málsmeðferðir þegar kem­ur að leyf­is­veit­ing­um. Orku­for­gang­ur al­menn­ings verður tryggður í raf­orku­kerf­inu. Rík­is­stjórn­in ætl­ar að stuðla að gagn­sæi í sjáv­ar­út­vegi og koma með frum­varp um nýja út­færslu á strand­veiðum. Sam­göngu­áætlun verður tryggð og jarðgöng boruð. Neyt­end­ur verða sett­ir í for­grunn og frjáls viðskipti. Við ljúk­um sölu Íslands­banka með gagn­sæju og traustu sölu­ferli. Dóms­málaráðherra hef­ur þegar hækkað sekt­ar­greiðslur þeirra sem ganga um með vopn til að sporna gegn þeirri þróun. Sam­hliða því verður lög­reglu­mönn­um fjölgað um 50 strax á þessu ári. Hún ætl­ar að sam­eina sýslu­mann­sembætti úr níu í eitt án þess að loka starfs­stöðvum á lands­byggðinni. Við verðum með aug­un á alþjóðasviðinu – ekki veit­ir af – og höld­um áfram að stuðla að al­manna­hags­mun­um, ekki sér­hags­mun­um.

Viðbrögð stjórn­ar­and­stöðunn­ar við þess­um risa­stóra ver­káætl­un­ar­pakka eru fyr­ir­sjá­an­leg. Svo­lítið eins og í ein­hverju HC And­er­sen-æv­in­týri. Ein­um þykir hann of rýr, öðrum þykir hann of yf­ir­grips­mik­ill. Sum­ir munu kvarta und­an baun­inni þótt þeir sofi á 114 dýn­um. Eitt er víst: við eig­um von á því að vera hér með sund­ur­leit­an minni­hluta sem slær mjög fyr­ir­sjá­an­lega tóna. Mátt­laus­ar grýl­ur um skatta­hækk­an­ir, út­gjalda­aukn­ing­ar eða taut um að þess­ar aðgerðir komi niður á lands­byggðinni eiga ein­fald­lega ekki við rök að styðjast.

Verk­in munu sanna það.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 5. febrúar 2025