3,3 milljarða kr. hagræðing kallar á kjark og þor

Í nýrri sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu vinstri­flokk­anna í Reykja­vík seg­ir: „Við ætl­um að for­gangsraða grunnþjón­ustu, fara bet­ur með tíma og fjár­muni borg­ar­inn­ar og sýna ráðdeild í rekstri.“ Viðreisn í Reykja­vík fagn­ar því að fara eigi bet­ur með tíma og fjár­muni borg­ar­inn­ar og vill gjarn­an leggja sitt af mörk­um í að ná betri ár­angri í rekstri borg­ar­inn­ar til að hægt sé að for­gangsraða fyr­ir grunnþjón­ustu borg­ar­inn­ar fyr­ir alla borg­ar­búa. Því leggj­um við fram hagræðing­ar­til­lögu á næsta borg­ar­stjórn­ar­fundi um að spara allt að 3,3 millj­arða í samþykktri 5 ára áætl­un Reykja­vík­ur­borg­ar.

Upp­hæðir af þess­um toga geta gert gæfumun­inn, t.d. í að leiðrétta launa­kjör kvenna­stétta, bæta vinnuaðstöðu þeirra og ýms­um öðrum út­gjöld­um sem falla að því mark­miði að bæta lífs­gæði í borg­inni.

Göng­um ekki inn í verk­efni rík­is­ins

Viðreisn í Reykja­vík legg­ur til í borg­ar­stjórn að Mann­rétt­inda­skrif­stofa Reykja­vík­ur verði lögð niður og að hætt verði við verk­efnið Betri hverfi – hverfa­pott­ar. Að mann­rétt­inda- og of­beld­is­varn­ar­ráð ásamt sta­f­rænu ráði verði lagt niður og verk­efn­un­um fund­inn viðeig­andi staður í fagráðum borg­ar­inn­ar. Með þess­um aðgerðum munu spar­ast sam­tals 657 millj­ón­ir kr. á árs­grund­velli sem ger­ir svig­rúm upp á 3,3 millj­arða kr. í gild­andi 5 ára fjár­hags­áætl­un borg­ar­inn­ar.

Ástæða þess að lagt er til að heil skrif­stofa verði lögð niður er sú staðreynd að í maí næst­kom­andi mun Mann­rétt­inda­stofn­un Íslands taka til starfa sem sjálf­stæð stofn­un und­ir Alþingi. Nýja stofn­un­in hef­ur það meg­in­hlut­verk að efla og vernda mann­rétt­indi á Íslandi. Hún mun starfa í sam­ræmi við Par­ís­ar­viðmið Sam­einuðu þjóðanna um mann­rétt­inda­stofn­an­ir. Verk­efn­in munu meðal ann­ars fela í sér mann­rétt­inda­eft­ir­lit, ráðgjöf til op­in­berra og einkaaðila, rann­sókn­ir, fræðslu og aðstoð við al­menn­ing.

Aug­ljóst er að ríkið mun nú sinna mann­rétt­inda­mál­um af metnaði og festu og því eng­in ástæða til þess að eitt sveit­ar­fé­lag sé í sömu verk­efn­um með til­heyr­andi kostnaði og mannafla. Það kem­ur skýrt fram að Mann­rétt­inda­stofn­un Íslands mun veita ráðgjöf til op­in­berra aðila s.s. sveit­ar­fé­laga, ásamt því að vinna að rann­sókn­um og fræðslu. Við það að leggja niður Mann­rétt­inda­skrif­stofu borg­ar­inn­ar er því eng­in áhætta tek­in í þeim áhersl­um sem Viðreisn vill leggja á mann­rétt­inda­mál. Hér er ein­fald­lega verið að bregðast við nýju hlut­verki rík­is­ins, að vera leiðandi fyr­ir allt landið og þar með tal­in öll sveit­ar­fé­lög á land­inu þegar það kem­ur að mann­rétt­inda­mál­um.

Verk­efni hafa upp­haf og endi

Viðreisn í Reykja­vík legg­ur einnig til að lagt verði niður mann­rétt­inda- og of­beld­is­varn­ar­ráð ásamt sta­f­rænu ráði. Það er okk­ar mat eft­ir sjö ár við stjórn borg­ar­inn­ar að um­rædd ráð hafi verið til­raun­ar­inn­ar virði en komið hafi í ljós að ekki sé knýj­andi þörf fyr­ir ráðin tvö og verk­efni sem þar voru geti á auðveld­an hátt verið felld inn í verk­efni fagráða borg­ar­inn­ar.

Verk­efnið Betri hverfi – hverfa­pott­ar hef­ur einnig runnið sitt skeið að okk­ar mati. Und­an­far­in ár hafa íbú­ar borg­ar­inn­ar átt kost á því að koma með hug­mynd­ir fyr­ir hverfið sitt og fengið að kjósa um að setja þær í fram­kvæmd. Mörg skemmti­leg verk­efni hafa litið dags­ins ljós á und­an­förn­um árum. Það eru komn­ir kald­ir pott­ar í marg­ar sund­laug­ar og infrar­auðir klef­ar sem íbú­ar kusu um, ásamt því að hoppu­belg­ir eru komn­ir út um alla borg. Verk­efnið átti sann­ar­lega sinn blóma­tíma sem nú er liðinn. Mik­il­vægt er í þróun sam­fé­lags­verk­efna að þau séu end­ur­skoðuð reglu­lega og að kjark­ur sé til þess að hætta og leggja af. Hér eru á ferð dæmi­gerð verk­efni sem eiga sér upp­haf og endi.

Á und­an­förn­um mánuðum hef­ur þurft að horfa í hverja krónu í rekstri borg­ar­inn­ar eft­ir erfið út­gjalda­ár í heims­far­aldri. Í þeim aðgerðum hef­ur opn­un­ar­tími sund­lauga verið stytt­ur um helg­ar og ýmis góð verk­efni fengið að finna fyr­ir minni fjár­mun­um. Það hlýt­ur því að vera ský­laus krafa að öll­um stein­um sé velt við en ekki litið fram hjá aug­ljós­um verk­efn­um sem eru sann­ar­lega ekki part­ur af grunnþjón­ustu borg­ar­inn­ar.

Viðreisn vill leggja sín lóð á vog­ar­skál­arn­ar til að sýna ráðdeild í rekstri og legg­ur því fram of­an­greind­ar til­lög­ur í borg­ar­stjórn 4. mars næst­kom­andi. Nú er að sjá hvort póli­tísk­ur kjark­ur og þor fylgi ráðdeild­aráform­um sam­starfs­flokk­anna.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 1. mars 2025