Kemur sumar í sumar?

Það er ákveðin eft­ir­vænt­ing sem fylg­ir dymb­il­vik­unni. Við Íslend­ing­ar vit­um vel hvað hún boðar. Ekki bara súkkulaði, páska­sælu og minn­ingu frels­ar­ans. Held­ur líka að nú sé stutt í ís­lenska vorið. Svo kem­ur jafn­vel sum­ar (eða ein­hvers kon­ar von­brigði sem áttu að kall­ast sum­ar).

Talandi um slík von­brigði. Sum­arið í fyrra var það kald­asta sem við höf­um upp­lifað síðan 1998. Óvenju­mikið snjóaði á Norður­landi í júní. Lægðir gengu end­ur­tekið yfir landið allt með til­heyr­andi úr­komu og veseni. Við höf­um lík­lega flest reynt að gleyma þessu sumri en svona var þetta.

Fyr­ir mörg okk­ar þýddi það færri úti­leg­ur, færri grill­veisl­ur og ekk­ert sólbað. Fyr­ir mig þýddi það þrjósku­keppni við garðhús­gögn­in sem ég hafði sett upp og var mikið þrek­virki. Fjöl­skyld­an varð að þola þá raun að sitja úti með teppi í níst­ingskulda því að við (eða ég) ætluðum sann­ar­lega að njóta þess­ara lífs­gæða. Sem fljótt varð til þess að við flúðum inn og játuðum okk­ur sigruð.

En fyr­ir bænd­ur var þetta ástand langt í frá að vera gam­an­mál. Búfé var á húsi langt eft­ir sumri og þó nokkuð var um gripa­felli þar sem ekki tókst að koma skepn­um á hús. Þá varð veru­leg­ur upp­skeru­brest­ur hjá græn­met­is­bænd­um og kornupp­skera var sömu­leiðis með minnsta móti.

Á dög­un­um til­kynnti Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra að rík­is­stjórn­in ætlaði að verja allt að 725 millj­ón­um króna til stuðnings þeim bænd­um sem urðu fyr­ir tjóni vegna kuldakasts­ins „sum­arið“ 2024. Stuðning­ur­inn á að mæta tjóni og af­föll­um af afurðum og grip­um sem og tjóni á heyj­um og ann­arri upp­skeru.

Sam­spil manns­ins og nátt­úr­unn­ar er og verður vafa­laust alltaf sér­stakt og ófyr­ir­sjá­an­legt. Við Íslend­ing­ar höf­um reynslu af þess­ari sam­búð og höf­um lært að nýta nátt­úr­una á sjálf­bær­an hátt sem er ákveðin und­ir­staða vel­meg­un­ar þjóðar­inn­ar. En þegar nátt­úr­an bít­ur frá sér á það auðvitað ekki að vera svo að at­vinnu­veg­ir sem verða fyr­ir tjóni sitji uppi með það ein­ir. Sam­hliða þess­ari ákvörðun ráðherra um stuðning til bænda á því að end­ur­skoða framtíðarfyr­ir­komu­lag sjóða sem eiga að grípa at­vinnu­vegi þegar óblíð nátt­úru­öfl­in láta á sér kræla.

Ég náði að sitja tvo fundi í hring­ferð at­vinnu­vegaráðherra og Bænda­sam­tak­anna í síðustu viku. Ann­ars veg­ar á Blönduósi og hins veg­ar í Borg­ar­f­irði. Ákallið er skýrt; að bænd­ur fái að stunda bú­skap í fyr­ir­sjá­an­legu og traustu rekstr­ar­um­hverfi og að af­komu­ör­yggi þeirra sé tryggt. Það er auðvitað ákveðin for­senda fyr­ir fæðuör­yggi þjóðar­inn­ar og fjöl­breytt­um búrekstri um allt land. Svo er bara að vona að það komi sum­ar í sum­ar.