Þjóðin kaus breytingar

Það hef­ur vænt­an­lega ekki farið fram hjá nein­um að rík­is­stjórn­in hyggst leiðrétta veiðigjöld. Ég hef fylgst vel með umræðunni sem sprottið hef­ur upp vegna þessa, lagt mig fram um að hlusta, skynja og skilja. Þó svo að umræðan hafi á köfl­um verið fyr­ir­sjá­an­leg, þá hef­ur hún verið mest­megn­is góð. Þegar breyt­ing­ar eru gerðar sem geta haft áhrif á at­vinnu­starf­semi skipt­ir miklu máli að tryggja gott sam­tal og gott sam­ráð. Þannig tryggj­um við að ákv­arðanir séu tekn­ar á grund­velli staðreynda. Auðvitað vakna ýms­ar spurn­ing­ar. Það er til dæm­is eðli­legt að sveit­ar­fé­lög og aðilar sem standa að litl­um og meðal­stór­um út­gerðum spyrji sig hvaða áhrif um­rædd­ar breyt­ing­ar hafi á þeirra rekst­ur. Mun frí­tekju­markið og boðuð hækk­un þess og þrepa­skipt­ing grípa þau eða ekki? Það er svo hlut­verk okk­ar að hlusta á þessi sjón­ar­mið. Þannig virk­ar sam­ráð.

Það er verk­efni stjórn­mál­anna að búa til skýr­ar og gagn­sæj­ar leik­regl­ur, sem byggj­ast á rétt­látri skipt­ingu auðs og auðlinda. Leiðrétt reikni­regla trygg­ir að greitt gjald taki mið af raun­veru­legu verðmæti. Til þessa hafa greiðend­ur veiðigjalda sjálf­ir getað ákv­arðað stofn gjalds­ins, það seg­ir sig sjálft að þannig get­ur það ekki gengið. Til þessa hef­ur veiðigjaldið og upp­hæð þess verið nokkuð á reiki og jafn­vel háð geðþótta stjórn­mál­anna hverju sinni. Rík­is­stjórn­in sem kvaddi í lok síðasta árs hafði til að mynda áformað að hækka veiðigjöld um fimm millj­arða sam­kvæmt fjár­máláætl­un. Hug­mynd­ir án út­færslu. Nú­ver­andi rík­is­stjórn er ekki að hrófla við kerf­inu að neinu leyti. Veiðigjöld verða áfram 33,3% af hagnaði. Það er ekki verið að breyta hlut­fall­inu eða kvóta­kerf­inu. Það er ein­göngu verið að leiðrétta það hvernig veiðigjalda­grunn­ur­inn er reiknaður út. Um er að ræða gjöld sem tek­in eru af hagnaði. Ef hagnaður er lít­ill þá lækka gjöld­in og öf­ugt. Eðli­lega.

Ég fagna umræðu um sjáv­ar­út­veg­inn. Hér er um að ræða eina mik­il­væg­ustu at­vinnu­grein þjóðar­inn­ar. Það er ekki mark­mið stjórn­valda að kippa stoðum und­an ákveðnum sam­fé­lög­um. Það er mark­miðið að fá rétt­látt gjald fyr­ir auðlind­irn­ar. Og nýta svo þá fjár­muni sem fást í innviðaupp­bygg­ingu – ekki veit­ir af. Við blas­ir innviðaskuld upp á 680 millj­arða. Sem bregðast verður við með öll­um til­tæk­um ráðum.

Við búum sam­an í sam­fé­lagi og greiðum okk­ar til þess að það gangi upp. Það rík­ir vissu­lega ákveðin tor­tryggni gagn­vart því að um­rædd­ir fjár­mun­ir skili sér raun­veru­lega í aukna fjár­fest­ingu í innviðum eða þjón­ustu. Það er skilj­an­legt, miðað við reynslu fyrri ára. Það urðu hrein stjórn­ar­skipti. Þjóðin kaus breyt­ing­ar. Og það er það sem hún mun fá.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 2. apríl 2025