Traust skiptir máli

Traust er verðmæt­asti gjald­miðill stjórn­mál­anna. Það tek­ur tíma að byggja það upp en svo get­ur það glat­ast á einu auga­bragði. Þess vegna er svo mik­il­vægt að fara vel með það.

Und­an­far­in miss­eri höf­um við séð með skýr­um hætti hve mik­il­vægt traustið er. Sal­an á Íslands­banka var fram­kvæmd eft­ir opnu, fag­legu ferli þar sem regl­urn­ar voru skýr­ar frá fyrsta degi. Þátt­taka al­menn­ings var meiri en nokkru sinni og verðið hag­stætt. Ríkið fékk sann­gjarna greiðslu, al­menn­ing­ur tæki­færi til að fjár­festa og traust var end­ur­vakið á sölu rík­is­eigna. Þetta er al­ger viðsnún­ing­ur frá því van­trausti sem ein­kenndi síðustu rík­is­stjórn. Þessi viðsnún­ing­ur er ekki sjálf­gef­inn. Hann er til kom­inn vegna vinnu­semi og festu Viðreisn­ar og rík­is­stjórn­ar­inn­ar í heild.

Nú hafa stýri­vext­ir verið lækkaðir fimmta skiptið í röð. Þar er traust einnig lyk­il­atriði. Traust Seðlabank­ans á áætl­un stjórn­valda um aðhald í rík­is­fjár­mál­um og traust á inn­lend­um fjár­mála­stofn­un­um, sem skil­ar sér í lægra álagi og betri kjör­um fyr­ir heim­ili og fyr­ir­tæki. Lægri vext­ir skapa líka meira svig­rúm til fjár­fest­inga. Hvort tveggja er lyk­il­for­senda verðmæta­sköp­un­ar um allt land.

Þessu til viðbót­ar verða veiðigjöld leiðrétt á yf­ir­stand­andi þingi. Þannig tryggj­um við sann­gjarna rentu fyr­ir sam­eig­in­lega auðlind þjóðar­inn­ar, en kom­um um leið til móts við smærri fyr­ir­tæki og sveit­ar­fé­lög með ríf­legu frí­tekju­marki. Aukn­ar tekj­ur af leiðréttu veiðigjaldi verða að sjálf­sögðu notaðar í nauðsyn­lega innviðaupp­bygg­ingu um allt land. Þannig vind­um við ofan af því ófremd­ar­ástandi og van­trausti sem síðasta rík­is­stjórn skildi eft­ir sig, meðal ann­ars í vega­kerf­inu.

Það skipt­ir máli hver sit­ur í fjár­málaráðuneyt­inu. Viðreisn hef­ur tekið rík­is­fjár­mál­in föst­um tök­um frá fyrsta degi og þannig mun­um við áfram vinna. Í þágu fólks­ins í land­inu. Til viðbót­ar við vel heppnaða banka­sölu og aga í rík­is­rekstri hef­ur nýtt frum­varp um stöðug­leika­reglu verið lagt fram á þingi. Það styður við efna­hags­legt jafn­vægi, bæði þegar vel árar en líka þegar á móti blæs. Rík­is­fjár­mál­in eiga nefni­lega að vinna gegn kollsteyp­um, ekki ýta und­ir þær.

Við höf­um þegar sýnt að stefna Viðreisn­ar í efna­hags­mál­um krist­all­ast í einni spurn­ingu: Get­ur al­menn­ing­ur treyst því að stjórn­völd vinni í þágu al­menn­ings? Svarið birt­ist í verk­um okk­ar. Við mun­um halda áfram að byggja upp þetta traust. Efla til­trú al­menn­ings á öllu því sem við eig­um sam­an. Traust er ekki eitt­hvert inn­an­tómt orð; traust snýst um að fólkið í land­inu finni með áþreif­an­leg­um hætti að rík­is­stjórn með Viðreisn inn­an­borðs geri Ísland sterk­ara, sann­gjarn­ara og frjáls­ara.

Við erum rétt að byrja.