Engin dauðsföll vegna sumarlokana

Eft­ir kosn­ing­arn­ar 2021 var þáver­andi rík­is­stjórn með það efst á for­gangslist­an­um að fjölga ráðherra­stól­um að óþörfu. Með til­heyr­andi kostnaði.

Það hefði því ekki átt að koma nein­um á óvart þegar rík­is­stjórn Viðreisn­ar, Sam­fylk­ing­ar og Flokks fólks­ins lét það verða sitt fyrsta verk fyrr á þessu ári að fækka ráðuneyt­um aft­ur og spara með því 350 millj­ón­ir króna á ári.

Auðvitað er þetta ekki há upp­hæð í stóra sam­heng­inu en allt skipt­ir þetta máli. Þegar við för­um bet­ur með al­manna­fé skap­ast traust og svig­rúm til að styrkja kerfið þar sem þörf­in er brýn­ust. Við get­um til dæm­is lagt mál­in þannig upp að með þess­ari ein­földu aðgerð hafi ný rík­is­stjórn tryggt að bráðnauðsyn­leg meðferðarúr­ræði verði opin í sum­ar, ólíkt því sem gerst hef­ur und­an­far­in ár.

Minn­ing­in um lok­un­ina síðasta sum­ar er enn í fersku minni. Ein­stak­ling­ar sem stigu erfið skref og leituðu sér hjálp­ar fengu skila­boð um að hringja aft­ur „eft­ir frí“. Heilu fjöl­skyld­urn­ar fóru inn í sum­arið í óvissu og það sem er al­var­leg­ast, dauðsföll má rekja til þessa sum­ar­lok­ana. Það er óend­an­lega sorg­legt og seg­ir allt um hversu mikið er í húfi.

Ný rík­is­stjórn hef­ur tekið þetta mál föst­um tök­um og tryggt sum­ar­opn­un þess­ara gríðarlega mik­il­vægu úrræða. Fíkn tek­ur sér nefni­lega ekki frí; kvíði og þung­lyndi fylgja hvorki daga­tali né veður­spá. Heil­brigðis­kerfi sem lok­ar vegna rangra ákv­arðana send­ir kol­röng skila­boð. Slík skila­boð mun­um við ekki senda.

Nýj­ar fjár­heim­ild­ir renna til SÁÁ, Krýsu­vík­ur, Hlaðgerðarkots og fleiri úrræða. Göngu­deild Land­spít­al­ans fær aukið bol­magn; Lauf­eyj­art­eymið, Ylja og Frú Ragn­heiður geta tekið á móti fleir­um. Biðlist­ar stytt­ast og órof­in þjón­usta létt­ir á bráðaþjón­ust­unni, dreg­ur úr kostnaði vegna langvar­andi veik­inda og veit­ir fólki von þegar mest á reyn­ir.

Þetta er skyn­sam­leg nýt­ing fjár­muna. Að færa fé frá efsta lagi stjórn­kerf­is­ins yfir í úrræði sem bjarga manns­líf­um. Þannig sýn­um við að orð og verk hald­ast í hend­ur. Að hægt sé að treysta því sem við segj­um.

En við erum rétt að byrja. Næstu skref verða að styrkja for­varn­ir, efla eft­ir­fylgni og tryggja að fólk falli ekki á milli kerfa. Fjár­fest­ing í heil­brigðismál­um er ekki út­gjalda­vandi held­ur arðbær ákvörðun um mannauð þjóðar­inn­ar.

Þegar fólk horf­ir til okk­ar stjórn­mála­mann­anna þarf það að fá á til­finn­ing­una að dyrn­ar standi opn­ar, líka í júlí. Það er sú for­gangs­röðun sem Viðreisn stend­ur fyr­ir. Við lof­um ekki öllu, en það sem við lof­um, það stend­ur. Þannig höf­um við ávallt unnið og þannig mun­um við áfram vinna. Alla mánuði árs­ins.