Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Giftur Margréti Sumarliðadóttur, hársnyrtimeistara og eiga þau 5 börn. Elstur er Davíð Guðbrandsson sem er fæddur 1979. Eftir að hafa fætt andvana dreng árið 1995 sem gefið var nafnið Dagur, eignuðust þau ári seinna tvíburana Sigríði og Sólborgu. Rúmum tveimur árum seinna mættu svo aðrir tvíburar til leiks og heita þeir Einar og Gunnar. Guðbrandur á síðan tvær yndislegar afastelpur sem heita Móeiður Ronja og Margrét Filippía og einn lítinn afastrák sem fæddist í byrjun ágúst. Áhugamál eru tónlist, stjórnmál, fjölskyldan og sveitin í Vaðnesi. Guðbrandur brennur fyrir eflingu grunnþjónustu og réttlátari skiptingu landsins gæða.

Starfshópi sem ætlað var það verkefni að skoða framboð á húsnæði fyrir Grindvíkinga til lengri tíma, sem skipaður var vegna afleiðinga náttúruhamfaranna í Grindavík, skilaði innviðaráðherra tillögum fyrir síðustu jól. Niðurstaða hópsins var sú að nóg er til af lóðum til uppbyggingar á nýju húsnæði, verði...

Ráðherrarnir í ríkisstjórn Íslands verða ekki sakaðir um að leiðast það að þræta og á sama tíma eru fjölmiðlar í fullri vinnu við að fjalla um sandkassaleik þeirra. Nú bíður hluti ráðherranna eftir því (og vonar) að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillögu á matvælaráðherra. Svona rær...

Á síðustu árum hefur fasteignaverð margfaldast og það hafa vextir af lánum gert sömuleiðis. Þess vegna ekki að furða þótt hlutfall fyrstu kaupenda hafi minnkað gífurlega. Það er einfaldlega of erfitt að komast inn á markaðinn. Fyrir vikið safnast snjóhengja af ungu fólki í húsnæðisþörf...

Lífeyrissjóðir landsins hafa margþættu hlutverki að gegna. Stærstu útgjaldaliðir þeirra eru greiðsla eftirlauna og örorkubóta en skuldbinding þeirra til greiðslu ákveðinna liða getur verið misjöfn. Þannig þurfa margir lífeyrissjóðanna að greiða talsverðar upphæðir í örorkubætur umfram aðra sjóði. Er örorkubyrðin hvað mest hjá lífeyrissjóðum fólks...

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hin fyrri settist að völdum 30. nóvember 2017. Það tók hins vegar bara tvö ár fyrir þessa ríkisstjórn að keyra ríkissjóð í halla og það varð henni til happs að alheimsfaraldur skyldi skella á og hægt var að dæla fjármunum úr ríkissjóði...