
Hittumst á Skólavörðutúni
Á dögum sem þessum iðar Klambratúnið af lífi. Fólk leggst á grasið með drykki og mat. Börn príla í leiktækjum. Hundar mætast og þefa hvor af öðrum og frisbídiskar lenda í körfum með tilheyrandi hljóðum. Þetta virkar. Mikilvægi svona svæða eykst í þéttri byggð. Fólk









