Barnvænt og sveigjanlegt samfélag

Fæðingarorlof verði skilgreindur réttur barns til samvistar við foreldra/forsjáraðila, óháð fjölskyldugerð, til fimm ára aldurs. Ef foreldrar eru tveir þá skiptist réttur jafnt þeirra á milli. Barn með eitt foreldri/einn forsjáraðila skal njóta fullra réttinda.

 

Greiðslur úr orlofssjóði foreldra skulu miðast við 80% tekna í allt að 365 daga. Hámark orlofsgreiðslna þarf að hækka verulega. Tryggja að allir foreldrar hafi rétt á greiddu sumarleyfi eftir fæðingarorlof.

 

Hagsmuna barna er best gætt með því að hækka til muna rétt námsmanna, fólks í minna en 25% starfi og fólks sem er nýkomið út á vinnumarkað til fæðingarstyrks. Fjárhæð þess styrks skal byggð á viðeigandi neysluviðmiðum hins opinbera.

Lestu jafnréttisstefnu Viðreisnar hér

 

Við styðjum fjölbreytt rekstrarform í menntakerfinu. Við viljum að börnum sé tryggð dagvistun frá 12 mánaða aldri.

Lestu grunnstefnu Viðreisnar í sveitarstjórnum hér

 

Börn eiga ekki að bíða eftir nauðsynlegri þjónustu

Nauðsynlegt er að draga úr bráðavanda og biðlistum í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Það er fátt dýrara fyrir samfélagið en að láta fólk bíða eftir þjónustu. Börn eiga ekki að bíða eftir nauðsynlegri greiningu eða þjónustu. Samþætting og einstaklingsmiðuð nálgun á milli kerfa er lykilatriði.

Heilsuefling þarf að vera hluti af samfélaginu öllu til að koma í veg fyrir veikindi, bæði andleg og líkamleg. Fræðsla um mataræði, hreyfingu, andlega vellíðan og snemmtæk íhlutun  eiga að vera hluti af námi barna. Tryggja þarf aðgengi að fræðslu og heilsueflandi úrræðum handa öllum út æviskeiðið.

Lestu heilbrigðis- og velferðarstefnu Viðreisnar hér

 

Fræðslumál

Nám- og kennsluhættir skulu vera fjölbreyttir og gera skal skapandi- og starfstengdu námi hærra undir höfði. Styðja skal sérstaklega við börn með ólíka færni og börn sem ekki hafa íslensku að móðurmáli.
 

Velferð

Velferð allra íbúa er grunnur að góðu samfélagi. Við styðjum sjálfstæði og sjálfsvirðingu einstaklinga og styðjum þá til virkni. Gera þarf fólki kleift að búa á eigin heimili eins og hægt er. Í samstarfi við ríkið þarf að fjölga hjúkrunarrýmum. Öll sveitarfélög taki þátt í lausn húsnæðisvanda þeirra sem aðstoð þurfa. Við leggjum áherslu á forvarnir og barnvæn sveitarfélög. Fræðslu- og velferðaryfirvöld eiga að starfa saman með þarfir barna að leiðarljósi.

Lestu grunnstefnu Viðreisnar í sveitarstjórnum hér