Vill skoða fjár­fest­ing­ar Ísland­s­pósts

Ástæða er til þess að skoða hvaðan þeir fjármunir eru komnir sem Íslandspóst­ur hef­ur notað til þess að fjár­festa í rekstri í samkeppni við einkaaðila, sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, undirliðnum störf þings­ins á Alþingi í dag.

Þá sagði þingmaðurinn mörgum spurningum enn ósvarað í sambandi við ný lög um póstþjónustu.

„Það þarf að liggja fyr­ir hver er uppruni þessa fjármagns og hvort aðskilnaðurinn [milli ríkis og Íslandspósts] hafi verið í samræmi við lög og reglur,“ sagði hún. Tilefnið var frum­varp sem liggur fyrir þinginu sem afnemur einkarétt Íslandspósts á póstdreifingu.

„Það verður að fá botn í þetta áður en einkaréttur Íslandspósts er afnuminn og Íslandspóstur í framhaldinu er seldur eins og má gera ráð fyrir að fyrirætlunin sé. Annars er hætta á að nýjum eigendum verður afhent fyrirtæki með mikla og ósann­gjarna meðgjöf,“ sagði Hanna Katrín.