Engin venju­leg kreppa

Þorbjörg S Gunnlaugsdóttir

Fyrri kreppur hér­lendis hafa yfir­leitt birst í veikingu krónu og verð­bólgu, sem hefur í för með sér að kaup­máttur flestra rýrnar. Af­leiðingar yfir­standandi kreppu koma hins vegar fram mjög ó­jafnt. Eftir­spurn hvarf snögg­lega og næstum al­farið úr á­kveðnum at­vinnu­greinum sem hefur haft dramatísk á­hrif á fyrir­tæki og fólk í á­kveðnum at­vinnu­greinum.

Aðrir í sam­fé­laginu finna minna og jafn­vel lítið fyrir á­fallinu. Mögu­lega skýrir það að vissu leyti að sumir upp­lifa á­standið sem á­gætis tæki­færi til að endur­meta lífs­hætti á meðan aðrir búa við nagandi fjár­hags- og af­komu­á­hyggjur. Fólk í ferða­þjónustu, menningu og listum og ungt fólk er meðal þeirra sem urðu fyrir þungu höggi.

Það er til marks um skort á for­ystu að ríkis­stjórninni hafi ekki tekist að tala sam­kennd í þjóðina og forða okkur frá því að hópar takist á þegar sam­eigin­legur ó­vinur er bráð­smitandi og skæð veira, en ekki á­kveðnar at­vinnu­greinar. Þungt efna­hags­legt á­fall skall á okkur nánast fyrir­vara­laust. Engum var um að kenna. Stuðningur og að­gerðir verða að beinast að þeim sem urðu fyrir högginu og að það verði gert með al­mennum, skýrum og gagn­sæjum reglum.

Að­gerðirnar verða að vera fjöl­breyttar en um leið taka mið af eðli þessarar kreppu sem bítur fyrir­tæki og fólk mjög mis­jafn­lega. Lausnirnar verða að mótast af eðli kreppunnar, svig­rúmi ríkis­sjóðs sem er tölu­vert og skýrri sýn um hvert mark­miðið er.

Á­standið er tíma­bundið og að­gerðirnar verða líka að taka mið af því. Mark­miðið verður að vera að gera fólki og fyrir­tækjum kleift að standa af sér á­fallið. Stjórn­völd hefðu þess vegna átt að taka stærri skref og hraðari og fjár­mála­stefnan sem nú hefur verið lögð fram hefði átt að endur­spegla það mark­mið. Við­reisn mun á­fram tala fyrir því að farið verði af meiri þunga í fjár­festingar sem skapa störf og verja störf og búa til verð­mæti til fram­tíðar.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. ágúst 2020