Aðgerðir í þágu atvinnulausra

Sú mikla aukn­ing atvinnu­leysis sem nú á sér stað mun hafa mikil nei­kvæð áhrif. Fót­unum er kippt undan fram­tíð þeirra ein­stak­linga sem missa vinn­una með til­heyr­andi fjár­hags­vanda­mál­um, áhyggjum og kvíða. Þetta bitnar bæði á ein­stak­lingn­um, hans nán­ustu og sam­fé­lag­inu. Þar að auki glat­ast verð­mætin sem ein­stak­ling­ur­inn hefði skapað með vinnu sinni.

Stuðla atvinnu­leys­is­bætur að atvinnu­leysi?

Atvinnu­leys­is­bótum er ætlað að draga úr þessu áfalli og skapa ein­stak­lingnum svig­rúm til að finna sér nýja vinnu þar sem hæfi­leikar hans nýt­ast sem best. Ríku­legur bóta­réttur styður þessi mark­mið. Á hinn bóg­inn benda líkön hag­fræð­innar til þess að ríku­legur bóta­réttur geti dregið úr hvat­anum til þess að vinna.

Rann­sóknir styðja jákvæð áhrif bóta en benda jafn­framt til þess að ríku­legar bætur geti dregið úr hvat­anum til að vinna. Rann­sóknir sýna hins vegar að þessi áhrif eru háð því hvar í hag­sveifl­unni hag­kerfið er statt. Í nið­ur­sveifl­um, sér­stak­lega þar sem nið­ur­sveiflan leggst mis­jafn­lega á atvinnu­grein­ar, eru jákvæðu áhrifin meiri en þau nei­kvæðu.

Hug­myndir að aðgerðum

Þessar nið­ur­stöður styðja fram­leng­ingu tekju­teng­ingar bóta. Þær benda einnig til þess að tíma­bundin hækkun lægstu bóta muni hafa lítil nei­kvæð áhrif á vinnu­mark­að. Slík hækkun mundi hins vegar draga mjög úr áfalli þeirra sem ekki njóta tekju­teng­ingar og styðja við hag­kerfið með því að við­halda inn­lendri eft­ir­spurn. Tíma­bundin upp­bót á atvinnu­leys­is­bætur gæti því verið áhuga­verð aðgerð fyrir stjórn­völd.

Aðrar leiðir má einnig skoða. Þegar hefur verið lagt til að auka svig­rúm atvinnu­lausra til að sækja sér mennt­un. Einnig kæmi til greina að auka svig­rúm þeirra til að skapa sér tekjur með eigin atvinnu­starf­semi. Það má til dæmis gera með því að fjar­lægja hindr­anir eins og tekju­skil­yrði bóta og létta skrif­finnsku í tengslum við að hefja eigin rekst­ur.

Atvinnu­leysi er sam­fé­lags­mein

Nei­kvæð áhrif atvinnu­leysis á atvinnu­lausa og sam­fé­lagið í heild eru vel þekkt og rann­sök­uð. Sam­fé­lagið þarf að bregð­ast við í sam­ræmi við það. Svig­rúm rík­is­sjóðs til tíma­bund­inna mót­væg­is­að­gerða er til stað­ar. Á stjórn­völdum hvílir sú skylda að nýta það með besta mögu­lega hætti svo lág­marka megi nei­kvæðu afleið­ing­arnar af þeim tíma­bundnu þreng­ingum sem við göngum nú í gegn­um.

Höf­undur er pró­fessor við hag­fræði­deild Háskóla Íslands og hefur til­kynnt fram­boð til vara­for­manns Við­reisnar á kom­andi lands­þingi flokks­ins. 

Greinin birtist fyrst í Kjarnanum 1. september 2020