COvid og COtveir

Það er að­dá­un­ar­vert hve heims­byggð­in hef­ur brugð­ist vel við heims­far­aldr­in­um. Tug­ir lyfj­a­fyr­ir­tækj­a hafa þró­að ból­u­efn­i og inn­an skamms verð­ur búið að ból­u­setj­a alla heims­byggð­in­a. Það er eins og heim­ur­inn hafi feng­ið bráð­a­til­fell­i sem var lækn­að strax.

Að sama skap­i er sorg­legt að sjá hve heims­byggð­in bregst hægt við öðru hætt­u­á­stand­i sem er CO2, eða lofts­lags­vá­in. Lík­leg­a er skýr­ing­in sú að hún læð­ist að okk­ur smátt og smátt og er ekki enn orð­in bráð­a­til­fell­i. Ó­vin­ur­inn er ó­sýn­i­leg­ur eins og COVID en veld­ur ekki skað­a strax eins og heims­far­ald­ur­inn. En lofts­lags­vá­in gæti haft enn al­var­legr­i á­hrif en COVID sem koma í ljós síð­ar á öld­inn­i en því er spáð af helst­u vís­ind­a­mönn­um heims að heim­ur­inn okk­ar muni ná að verð­a bráð­a­til­fell­i í lofts­lags­mál­um árið 2050. Loft og sjór hitn­a stöð­ugt og höf­in súrn­a. Því þurf­um við að bregð­ast við CO2 eins og við brugð­umst við COVID.

Það sem við verð­um að gera er að breyt­a lífs­stíl okk­ar og dag­leg­um venj­um. Við þurf­um að nýta mat­inn okk­ar bet­ur en um þriðj­ung­i mat­ar er hent í dag. Við þurf­um að nota minn­a jarð­efn­a­elds­neyt­i til ferð­a­lag­a og nýta hlut­i leng­ur – hend­a minn­a. Mikl­um breyt­ing­um er spáð á hús­næð­is­þörf á næst­u árum þeg­ar heim­il­ið breyt­ist í fjar­kennsl­u-, fjar­inn­kaup­a-, fjar­þjálf­un­ar- og fjar­vinn­u­stað. Við mun­um í aukn­um mæli þurf­a að reið­a okk­ur á mat­væl­i úr nær­um­hverf­in­u. Hag­vöxt­ur verð­ur að byggj­ast á sjálf­bærn­i í fram­tíð­inn­i og verð­a nær ein­göng­u drif­inn á­fram af hug­vit­i og nýt­ing­u sjálf­bærr­a auð­lind­a.

Ver­um ekki dæmd sem kyn­slóð­in er brást seint og illa við lofts­lags­vánn­i. „Af hverj­u gerð­uð þið ekk­ert?“ verð­ur spurn­ing kom­and­i kyn­slóð­a til okk­ar … ef við bregð­umst ekki strax við, eins og við gerð­um með COVID.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. mars 2021