Moggaléttúð

Viðreisn hef­ur lagt fram á Alþingi til­lögu um að fela rík­is­stjórn­inni nú þegar að taka upp viðræður við Evr­ópu­sam­bandið um sam­starf í gjald­eyr­is­mál­um til þess að styrkja stöðug­leika krón­unn­ar og tryggja að Ísland geti gripið til jafn öfl­ugra viðreisn­araðgerða og helstu viðskipta­lönd­in.

Jafn­framt þessu höf­um við kynnt til­lögu sem fel­ur í sér að treysta þjóðinni til að ákveða hvort halda eigi áfram viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið. Það er var­færið en eðli­legt skref. Það kost­ar hins veg­ar vandaðan und­ir­bún­ing og krefst lengri tíma.

Ný nálg­un

Hér er á ferðinni ný nálg­un. Við leggj­um höfuðáherslu á að ná alþjóðlegu sam­starfi um að styrkja krón­una. Til þess að geta notið kosta innri markaðar Evr­ópu­sam­bands­ins til fulls þurf­um við gjald­miðil sem stenst sam­an­b­urð við evr­una eða sam­starf sem nær sama mark­miði.

Viðreisn at­vinnu­lífs­ins þolir enga bið. Upp­taka evru með fullri aðild að Evr­ópu­sam­band­inu tek­ur tíma. En við get­um á grund­velli EES-samn­ings­ins farið fram á gjald­miðlasam­starf með sama hætti og Dan­ir. Það verk­efni vilj­um við nú setja í for­gang. Sam­keppn­is­hæfni Íslands er und­ir.

Þjóðviljalumm­ur

Rit­stjór­ar Morg­un­blaðsins rísa upp á aft­ur­lapp­irn­ar á skír­dag vegna þess­ar­ar nýju nálg­un­ar á þeim vanda sem við hverj­um manni blas­ir. Þegar ég rýni í rök­in þá minn­ir það mig á þegar ég fletti ein­hverju sinni í göml­um ein­tök­um af Þjóðvilj­an­um. Hann hamaðist gegn sér­hverju skrefi sem Ísland tók í átt til auk­inn­ar alþjóðasam­vinnu með ná­kvæm­lega sama mál­flutn­ingi.

Auðvitað styrkj­um við full­veldi lands­ins með auk­inni sam­vinnu við Evr­ópuþjóðirn­ar. Við ger­um það með varn­ar­sam­starfi við þær sömu þjóðir í NATÓ. Það er rök­leysa að halda því fram að efna­hags­sam­starf við þess­ar þjóðir ógni full­veld­inu en varn­ar­sam­starfið styrki það.

Með aðild­inni að innri markaði Evr­ópu­sam­bands­ins í gegn­um EES-samn­ing­inn tök­um við sjálf­krafa upp kjarn­ann í allri lög­gjöf þess. Við sitj­um hins veg­ar ekki við borðið eins og í NATÓ. En eng­inn hef­ur haldið því fram að Ísland hafi glatað full­veld­inu 1994 þegar EES-aðild var ákveðin. Viðbót­ar­skrefið til fullr­ar aðild­ar er miklu minna.

Leiðara­höf­und­ar loka aug­un­um

Hitt atriðið sem leiðara­höf­und­arn­ir nefna gegn til­lög­un­um er staðhæf­ing þeirra um að krón­an hafi reynst traust­ari gjald­miðill en evr­an.

Hvernig rím­ar þetta nú við veru­leik­ann?

Evr­an haggaðist ekki þrátt fyr­ir efna­hags­sam­drátt í kjöl­far Covid-19. Íslenska krón­an hrundi. Ísland er eina landið á Vest­ur­lönd­um þar sem efna­hags­sam­drátt­ur hef­ur leitt til auk­inn­ar verðbólgu. Verðbólguþak Seðlabank­ans er sprungið.

Mun al­var­legri staðreynd blas­ir við. Krónu­hag­kerfið er of lítið til þess að prenta pen­inga fyr­ir rík­is­sjóð við þess­ar aðstæður. Fyr­ir vikið er rík­is­sjóður að taka inn­lend lán á hærri vöxt­um en grannþjóðirn­ar og er­lend lán með mik­illi geng­isáhættu.

Þetta ger­ir það að verk­um að svig­rúm rík­is­sjóðs er minna til björg­un­araðgerða en annarra þjóða, nema beita eigi skatta­hækk­un­um eða niður­skurði eins og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins telja hættu á. Fyr­ir utan þetta er mesta at­vinnu­leysi sög­unn­ar staðreynd.

Fyr­ir öllu þessu loka leiðara­höf­und­ar aug­un­um.

Léttúð

Fjár­málaráðherra hef­ur nú lagt fram frum­varp sem fær­ir Seðlabank­an­um völd til þess að beita jafn um­fangs­mikl­um höft­um og gert var eft­ir hrun. Ísland er eina vest­ræna ríkið sem er með gjald­miðil sem held­ur ekki velli án þess að Seðlabank­inn fái var­an­leg­ar heim­ild­ir af þessu tagi.

Viðskiptaráð líkti þessu frum­varpi við léttúð. Rit­stjór­ar Morg­un­blaðsins hafa ekki fjallað mikið um þetta frum­varp. En það er viður­kenn­ing Sjálf­stæðis­flokks­ins á því að ekki er unnt að stjórna krón­unni án hafta.

Hvað veld­ur þögn rit­stjóra Morg­un­blaðsins um haftafrum­varp for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins?

Morg­un­blaðið hef­ur spáð dauða evr­unn­ar á hverju ári í meir en ára­tug. Samt er hún ann­ar sterk­asti gjald­miðill í heimi.

Lít­ill skiln­ing­ur

Kjarni máls­ins er að ís­lenskt at­vinnu­líf þarf rekstr­ar­um­hverfi sem auðveld­ar því að hlaupa hraðar.

Það ger­ist ekki með hærri verðbólgu en í sam­keppn­islönd­un­um, ekki með hærri vöxt­um en í sam­keppn­islönd­un­um, ekki með óstöðugri gjald­miðli en í sam­keppn­islönd­un­um og ekki með vald­framsali til Seðlabank­ans til þess að beita um­fangs­meiri gjald­eyr­is­höft­um en sam­keppn­islönd­in.

Ég veit að Viðskiptaráð notaði stórt orð þegar það hakkaði niður haftafrum­varp fjár­málaráðherra og sagði það bera vott um léttúð. En ég finn ekki annað betra orð til þess að lýsa skrif­um rit­stjór­anna. Alltént lýsa þau ekki rík­um skiln­ingi á þeim vanda sem við blas­ir í rík­is­fjár­mál­um og þeim miklu áskor­un­um sem at­vinnu­lífið stend­ur frammi fyr­ir.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 3. apríl 2021