Nýsköpunarlandið Ísland

Thomas Möller Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi 4. sæti Viðreisn

Fyr­ir nokkr­um árum hélt banda­rísk­ur fyr­ir­les­ari nám­skeið um frum­kvöðla­starf­semi á veg­um Stjórn­un­ar­fé­lags Íslands. Eft­ir nám­skeiðið bað hann mig að keyra sig til Grinda­vík­ur en hann hafði heyrt að þar væru fleiri fyr­ir­tæki en heim­ili, sem var raun­in þá. Við heim­sótt­um fjöl­skyldu þar sem var með þrjú fyr­ir­tæki í blóm­leg­um rekstri. Fyr­ir­les­ar­inn upp­lifði Ísland sem land frum­kvöðla og sprota­fyr­ir­tækja og fjallaði um það á sín­um nám­skeiðum víða um heim að hans sögn.

Er­lend­ur fyr­ir­les­ari við Há­skól­ann í Reykja­vík sem er ráðgjafi rík­is­stjórna um all­an heim sagði mér eitt sinn að það sem ein­kenn­ir helst sterk hag­kerfi og góð lífs­kjör að hans mati væri öfl­ugt frum­kvöðlaum­hverfi og vilji fólks til að stofna eig­in fyr­ir­tæki. Ísland var að hans mati meðal öfl­ugstu ríkja á þessu sviði.

Hugs­an­lega er óvíða að finna eins mik­inn vilja til að stofna fyr­ir­tæki um hug­mynd­ir og á Íslandi. Mar­el sem er eitt verðmæt­asta fyr­ir­tæki lands­ins byrjaði með tvo starfs­menn. Fjöldi ör­fyr­ir­tækja sem eru með und­ir 10 starfs­mönn­um er yfir 24 þúsund sem sam­svar­ar um 80% allra árs­reikn­inga­skyldra fé­laga.

Á næstu árum þarf að skapa tugþúsund­ir nýrra starfa hér á landi sem flest verða til hjá litl­um sprota­fyr­ir­tækj­um. Það skipt­ir því höfuðmáli að rekstr­ar­um­hverfi ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðlafyr­ir­tækja sé hag­stætt hjá okk­ur.

Glötuð tæki­færi?

Ég tel að fjöl­mörg tæki­færi til ný­sköp­un­ar hafi glat­ast á síðustu árum.

Eft­ir að pist­ill minn um at­vinnu­mál birt­ist ný­lega í Morg­un­blaðinu hef ég fengið fjölda ábend­inga um þessi glötuðu tæki­færi.

Mér var sagt frá því að mörg hug­vits- og ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæki, fyr­ir­tæki í tölvu­leikja- og hug­búnaðargerð og fyr­ir­tæki í aug­lýs­inga­geir­an­um hefðu ým­ist verið flutt til út­landa, til dæm­is Hol­lands, Pól­lands, Ung­verja­lands og Banda­ríkj­anna, eða misst viðskipti vegna óstöðugs viðskiptaum­hverf­is á Íslandi.

Vilj­um efla ný­sköp­un með stöðugra gengi

Óstöðug króna með sí­felld­um geng­is­sveifl­um er einn helsti óvin­ur ný­sköp­un­ar og frum­kvöðla­starf­semi. Erfitt er að gera áreiðan­leg­ar áætlan­ir með út­gjöld í krón­um og tekj­ur í evr­um eða doll­ur­um en frá 2017 hef­ur krón­an sveifl­ast gagn­vart evru frá um 110 krón­um í um 165 krón­ur, síðan seig hún í um 145 og í dag er hún aft­ur kom­in í um 150. Þetta er óboðlegt um­hverfi fyr­ir öll fyr­ir­tæki og má helst líkja við að búa við óstöðugt raf­magn.

Ný­leg könn­un meðal frum­kvöðla sýn­ir að yfir 73% þeirra telja krón­una vera helstu hindr­un vaxt­ar. Í skýrslu Viðskiptaráðs um mál­efni smá­fyr­ir­tækja frá 2009 seg­ir meðal ann­ars að „fyr­ir­komu­lag gjald­eyr­is­mála hef­ur um langa hríð verið mik­il hindr­un í rekstri lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja hér á landi“.

Síðar í skýrsl­unni seg­ir að „ís­lenska krón­an hef­ur lagt mik­inn auka­kostnað á ís­lensk fyr­ir­tæki“ og að „með upp­töku annarr­ar mynt­ar aukast lík­ur á fjöl­breyttu at­vinnu­lífi“. Þess­ar viðvar­an­ir eiga einnig við í dag.

Auk þess má nefna að er­lend fjár­fest­ing fæst oft ekki inn í ís­lensk fyr­ir­tæki nema hug­verka­rétt­indi séu flutt í lög­sögu með stöðugum gjald­miðli. Það hef­ur og verið gerð krafa um að fyr­ir­tæki séu flutt í er­lenda lög­sögu af þess­um sök­um.

Flest sprota­fyr­ir­tæk­in stefna á alþjóðleg­an markað og þau eru því í alþjóðlegri sam­keppni frá fyrsta degi, sam­keppni sem býr í flest­um til­fell­um við stöðugan gjald­miðil. Könn­un Sam­taka iðnaðar­ins í síðustu viku sýndi að helsta krafa iðnfyr­ir­tækja er stöðugur gjald­miðill.

Viðreisn tæki­fær­anna

Það þarf kjark og þor til að gera nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar sem styðja við ný­sköp­un. Kosn­ing­arn­ar í haust snú­ast því meðal ann­ars um að tryggja að frum­kvöðlarn­ir og viðskipta­tæki­fær­in verði áfram í land­inu.

Í kosn­ing­un­um mun Viðreisn leggja sér­staka áherslu á stöðugra rekstr­ar­um­hverfi at­vinnu­lífs­ins og sér­stak­lega um­hverfi sprota­fyr­ir­tækja. Til að bæta stöðu þeirra vill Viðreisn binda gengi krón­unn­ar við evru með samn­ingi við Seðlabanka Evr­ópu sem fyrsta skref að upp­töku evru. Fyr­ir­sjá­an­legt gengi mun gjör­breyta skil­yrðum fyr­ir ný­sköp­un og upp­bygg­ingu þekk­ing­ariðnaðar. Lífs­kjör fólks og sam­keppn­is­hæfni ís­lenskra fyr­ir­tækja mun batna með þess­ari breyt­ingu og vaxta­kjör munu breyt­ast strax til lækk­un­ar.

Með þess­um áhersl­um vill Viðreisn gefa framtíðinni tæki­færi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 11. september 2021