Þessi 77% þjóðarinnar sem engu ráða

Afstaða þjóðar­inn­ar til þess hvort markaður­inn eigi að ráða verðinu á verðmæt­um fiski­miðanna er skýr. Um 77% þjóðar­inn­ar vilja að út­gerðir lands­ins greiði markaðsgjald fyr­ir af­not af fisk­veiðiauðlind­inni, skv. ný­legri skoðana­könn­un Gallup. Um fá mál er þjóðin jafn ein­huga og um þetta grund­vall­ar­atriði. Þjóðin virðist treysta markaðnum. Sam­kvæmt sömu könn­un eru hins veg­ar 7,1% þjóðar­inn­ar á móti því að út­gerðirn­ar greiði markaðsgjald. Þrátt fyr­ir það er það sú leið sem far­in er. Leið sem fá­menn­ur minni­hluti styður.

Fólk upp­lif­ir rétti­lega að kerfið í kring­um veiðirétt­inn er ekki í þágu al­manna­hags­muna, enda verður al­menn­ing­ur af millj­örðum á ári hverju með þessu fyr­ir­komu­lagi. Ástæðan er að út­gerðin greiðir veiðigjald sem ákv­arðað er af stjórn­mál­un­um í stað þess að markaður­inn meti ein­fald­lega verðmæt­in eins og eðli­legt er.

Markaðsgjald fyr­ir verðmæt­in

Eitt helsta bar­áttu­mál Viðreisn­ar frá stofn­un flokks­ins er að markaðsgjald verði greitt fyr­ir verðmæti fiski­miðanna. Að rétt­ur til veiða fá­ist með tíma­bundn­um leigu­samn­ing­um til 20-30 ára. Hluti kvót­ans verði boðinn upp á markaði á hverju ári. Í fyll­ingu tím­ans verði því all­ar veiðiheim­ild­ir bundn­ar samn­ing­um. Útgerðin greiði fyr­ir af­not af fiski­miðunum í sam­ræmi við markaðsverðmæti. Með þess­um heil­brigðu leik­regl­um fæst sann­gjarnt gjald til þjóðar­inn­ar og jafn­framt meiri arðsemi í grein­inni án þess að koll­varpa kerfi sem hef­ur marga kosti. Vissa skap­ast til lengri tíma hjá þeim sem stunda veiðar vegna fyr­ir­komu­lags­ins um samn­inga til lengri tíma. Þetta er hin skyn­sama leið sem get­ur skapað sátt um sjáv­ar­auðlind­ina. Sátt sem sár­lega vant­ar.

Stefna Viðreisn­ar er jafn­framt að setja auðlinda­ákvæði í stjórn­ar­skrá um að af­not af þjóðar­eign­inni verði tíma­bund­in og að fyr­ir af­not skuli greiða eðli­legt markaðsgjald. Ef stjórn­ar­skrá­in er skýr um að af­not af fiski­miðunum geti aðeins feng­ist með tíma­bundn­um samn­ing­um fær orðið þjóðar­eign loks­ins áþreif­an­lega og raun­veru­lega merk­ingu. En hvað er það sem veld­ur því að breyt­ing­ar í átt að markaðsgjaldi eru svo þung­ar þegar afstaða þjóðar­inn­ar er svo skýr?

Skýr­ar átakalín­ur

Átakalín­urn­ar milli stjórn­mála­flokka eru hvergi skýr­ari en hér. Rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir þrír styðja all­ir óbreytt ástand um sjáv­ar­út­veg­inn. For­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja hafa all­ir lýst yfir vilja til að halda óbreyttu rík­is­stjórn­ar­sam­starfi áfram. Sam­starf þeirra þýðir því óbreytt ástand í þessu grund­vall­ar­máli. Nú fara fram­bjóðend­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins fram á rit­völl­inn með þau skila­boð að breyt­ing­ar á þessu kerfi séu af hinu slæma. Flokk­ur­inn sem í orði kveðnu boðar markaðslög­mál tel­ur önn­ur lög­mál eiga að gilda hér. Það vakti eðli­lega at­hygli þegar Páll Magnús­son þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins sagði í ný­legu viðtali að flokk­ur hans glímdi við trú­verðug­leika­vanda og nefndi í því sam­bandi sjáv­ar­út­vegs­mál­in sér­stak­lega. Hið sama gerði Vil­hjálm­ur Bjarna­son fyrr­ver­andi þingmaður flokks­ins í grein þar sem hann sagði að vandi Sjálf­stæðis­flokks­ins fæl­ist einna helst í því að hann væri eins máls flokk­ur þar sem „hag­kvæmni“ fisk­veiðistjórn­ar­kerf­is­ins ræður för. Hag­kvæmn­in sem Vil­hjálm­ur setti í gæsalapp­ir er vita­skuld hag­kvæmni stór­út­gerðar­inn­ar sem greiðir gjaf­verð fyr­ir af­not af fiski­miðunum.

Tæki­fær­in í sjáv­ar­út­vegi

Við þurf­um að nýta tæki­fær­in í sjáv­ar­út­veg­in­um bet­ur. Það verður ekki gert með nein­um kollsteyp­um. Kerfið þarf hins veg­ar að vera sann­gjarnt og mik­il­væg­asti liður­inn í því er að þjóðin fái eðli­leg­an hlut. Það er best gert með því að setja kvót­ann á markað og með því að verja þjóðar­eign­ina í stjórn­ar­skránni. Það er stefna Viðreisn­ar. Hærri tekj­um sem þjóðin fær verður hægt að verja til mik­il­vægra verk­efna í þágu al­manna­hags­muna. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn hef­ur mikla þýðingu fyr­ir sam­fé­lagið og at­vinnu­grein­in er mik­il­væg­ur þátt­ur í sögu þjóðar­inn­ar. Það skipt­ir miklu að um þessa grein ríki sátt. Eðli­leg­ar leik­regl­ur eru leiðin til þess.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 3. september 2021