Verbúðin er saga tímans sem var og er

Lands­menn sitja nú límdir við sjón­varpið á sunnu­dags­kvöldum og fylgj­ast með líf­inu í Ver­búð­inni. Ver­búðin er enda frá­bær­lega vel gerð og í takt við tíð­ar­anda Ver­búð­ar­innar að fylgj­ast með þátt­unum í línu­legri dag­skrá. Tölu­verð umræða hefur skap­ast um tíð­ar­and­ann, þá mynd sem dregin er upp af íslensku sam­fé­lagi, um reyk­ing­arnar og fatn­að­inn og auð­vitað lífið í ver­búð­inni. Þetta er saga tím­ans sem var. Sagan um veið­arn­ar, ver­búð­ina og lífið í kringum fisk­inn.

70 millj­arðar í arð en 35 millj­arðar í veiði­gjöld

Kvóta­kerfið var sett á vegna slæms ástands fiski­stofna við land­ið. Ákvarð­anir um veiðar eru í kjöl­farið teknar út frá vís­inda­legum for­send­um. Fram­leiðni, hag­ræð­ing og verð­mæta­sköpun hefur auk­ist. Það er í þágu þjóð­fé­lags­ins alls. Á hinum póli­tíska vett­vangi og af hálfu hags­muna­að­ila er hins vegar stunduð ákveðin gas­lýs­ing þegar látið er að því liggja að sárið hjá þjóð­inni snú­ist um hvernig fyr­ir­komu­lag veið­anna á að vera. Ágrein­ing­ur­inn snýst alls ekki um það heldur um hvað þjóðin fær fyrir að veita útgerð­inni aðgang að þjóð­ar­eign­inni sem sjáv­ar­auð­lindin er. Það vita þeir auð­vitað sem stunda gas­lýs­ing­una.

Árið 2022 hefur hvorki náðst fram rétt­læti né sátt um sjáv­ar­auð­lind­ina. Sam­kvæmt nýlegri skoð­ana­könnun Gallup vilja um 77% þjóð­ar­­inn­ar að út­­gerðir lands­ins greiði mark­aðs­gjald fyr­ir af­not af fisk­veiði­auð­lind­inni. Um fá mál er þjóðin jafn ein­huga. Sam­­kvæmt sömu könn­un er 7,1% þjóð­ar­­inn­ar á móti því að út­­gerð­irn­ar greiði mark­aðs­gjald. Leiðin sem valin er þrátt fyrir það leiðin sem hinn fá­­menn­i minn­i­hluti styð­ur.

 

Ver­búðin er saga tím­ans sem var en hún er því miður líka saga dags­ins í dag. Arð­greiðslur út úr sjáv­ar­út­vegi frá 2016 til 2020 nema meira en 70 millj­örðum króna. Útgerðir hafa á sama tíma greitt tæpa 35 millj­arða í veiði­gjöld. Veiði­gjöldin eru sem sagt helm­ingur þess sem eig­endur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna fengu í arð. Hagn­aður útgerða fyrir skatta og gjöld frá 2011 til 2020 var 616 millj­arð­ar. Á sama tíma greiddi sjáv­ar­út­veg­ur­inn tæp­lega 30% í skatta, opin­ber gjöld og veiði­gjöld.

Það sem öllu máli skiptir

Póli­tískar átaka­línur um þetta mál eru skýr­ar. Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokkur og Vinstri Græn standa saman um  að verja óbreytt ástand. Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír standa þannig í vegi fyrir rétt­látum breyt­ing­um. Það var til dæmis skýrt þegar unnið var að auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá á síð­asta kjör­tíma­bil­i. Frum­varp Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra um auð­linda­á­kvæði fór algjör­lega gegn því mark­miði að verja auð­lind­ina með þeim hætti sem kallað hefur verið eft­ir. Í frum­varpi for­sæt­is­ráð­herra var talað um þjóð­ar­eign en þess vand­lega gætt að gefa orð­inu enga raun­veru­lega merk­ingu. Bara orðin tóm.  Orðið þjóð­ar­eign hefur ekki raun­veru­lega merk­ingu nema það komi fram með skýrum hætti fram í stjórn­ar­skrá að nýt­ing á sam­eig­in­legri auð­lind sé gerð með tíma­bundnum samn­ingum og að greiða skuli eðli­legt gjald fyrir þessa nýt­ing­u. Og með­ því að verja þjóð­ar­eign­ina í stjórn­ar­skrá myndi ekki skipta máli hvaða flokkar væru við völd á hverjum tíma því rík­is­stjórnin væri bundin af stjórn­ar­skrá um að réttur til að nýta sam­eig­in­lega auð­lind væri alltaf tíma­bund­inn. Þetta er því það atriði sem öllu máli skiptir í hinu póli­tíska sam­hengi.

Sáttin sem sár­lega vantar

Stefna Við­reisnar er að greitt verði eðli­legt mark­aðs­gjald fyrir aðgang að fiski­mið­un­um. Það er hin skyn­sama leið, það er hin rétt­láta leið og það er hin trú­verð­uga leið sem getur skapað sátt um sjáv­ar­auð­lind­ina. Sátt sem svo sár­lega vant­ar. Þetta er sann­gjörn leið fyrir þjóð­ina, fyrir sjó­menn og felur jafn­framt í sér sann­gjarnar leik­reglur fyrir útveg­inn.

Við viljum að ákveð­inn hluti kvót­ans fari á markað á hverju ári. Þannig fæst mark­aðstengt gjald fyrir aðgang að fiski­mið­unum sem mun skila íslensku þjóð­ar­búi umtals­vert hærri tekjum en nú er. Stefna Við­reisnar er jafn­framt að setja auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá um að afnot af þjóð­ar­eign­inni verði tíma­bundin og að fyrir afnot skuli greiða eðli­legt mark­aðs­gjald.

Þetta eru þau atriði sem öllu máli skipta í hinu póli­tíska sam­hengi. Í því sam­hengi má einmitt nefna að ­tíma­bind­ing rétt­inda er rauð­i ­þráð­ur­inn í laga­setn­ingu þegar stjórn­völd úthluta tak­mörk­uðum gæðum til nýt­ingar á öðrum nátt­úru­auð­lindum í þjóð­ar­eign. Ein­hverra hluta vegna gildir önnur regla um sjáv­ar­auð­lind­ina. Þegar við horfum á Ver­búð­ina hljótum við að spyrja hvers vegna farin er önnur leið um fiski­miðin en um aðrar nátt­úru­auð­lind­ir.

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum 3. febrúar 2022