Að eigna sér kvótann

Það er óum­deilt að kvóta­kerfið okk­ar hef­ur sannað gildi sitt þegar kem­ur að því að vernda fiski­stofna Íslands gegn of­veiði og tryggja arðsemi sjáv­ar­út­veg­ar­ins. Aft­ur á móti hef­ur mistek­ist að skapa sátt um grein­ina og um­gjörð henn­ar. Það sést skýr­ast á þeim deil­um sem hafa staðið um fyr­ir­komu­lag gjald­töku fyr­ir nýt­ing­ar­rétt af auðlind­inni og hvort nýt­ing­ar­rétt­ur­inn skuli vera tíma­bund­inn eða var­an­leg­ur.

Viðreisn hef­ur lagt til lausn á þess­um vanda – til­lögu að sátt – sem snýst um að í stað veiðigjalda verði 5% heild­arafla­hlut­deild­ar í öll­um stofn­um boðin upp á hverju ári með nýt­ing­ar­rétti til 20 ára í senn. Þannig er í einu lagi tryggt að markaðsgjald sé greitt fyr­ir aðgang að auðlind­inni og að út­gerðir geti á hverj­um tíma­punkti treyst á nýt­ing­ar­rétt í 20 ár. Skýr tíma­bund­inn af­nota­rétt­ur há­mark­ar þjóðhags­lega hag­kvæmni veiðanna auk þess að end­ur­spegla með ótví­ræðum hætti eign­ar­rétt þjóðar­inn­ar.

Viðskiptaráð Íslands skilaði um­sögn um til­lög­una þar sem hún end­ur­flutti gamla orðræðu um að afla­heim­ild­ir njóti eign­ar­rétt­ar­legr­ar vernd­ar og að hug­takið þjóðar­eign hafi ekki skýra lög­fræðilega þýðingu. Hvort tveggja er rétt en skaut­ar á sama tíma langt fram hjá meg­in­efni máls­ins.

Árið 1990 var sett svohljóðandi ákvæði í 1. gr. laga um stjórn fisk­veiða: „Úthlut­un veiðiheim­ilda sam­kvæmt lög­um þess­um mynd­ar ekki eign­ar­rétt eða óaft­ur­kall­an­legt for­ræði ein­stakra aðila yfir veiðiheim­ild­um.“ Þetta voru fyrstu var­an­legu lög­in um kvóta­kerfið. Fram að því hafði kerfið verið sett á til bráðabirgða, sem fram­lengt hafði verið þríveg­is með tíma­bund­inni lög­gjöf. Hand­haf­ar afla­heim­ilda hafa því aldrei, á nein­um tíma­punkti, mátt ætla að þeir hefðu til umráða stjórn­ar­skrár­v­arða hags­muni til ótak­markaðs tíma. Um þetta fjallaði meðal ann­ars þáver­andi dóm­ar­a­full­trúi og nú­ver­andi umboðsmaður Alþing­is, Skúli Magnús­son, í grein sinni Um stjórn­skipu­lega eign­ar­rétt­ar­vernd afla­heim­ilda.

Þetta þýðir að á sama tíma og þjóðin upp­lif­ir að kvót­inn sé var­an­lega gef­inn út­gerðum þá geta eig­end­ur út­gerðanna illa treyst því að fyr­ir­komu­lag­inu verði ekki breytt fyr­ir­vara­laust. Hvort tveggja er ósann­gjarnt. Skýr­ar og vel af­markaðar regl­ur eru mik­il­væg­ur grunn­ur að hag­kvæmri nýt­ingu nátt­úru­auðlinda og koma í veg fyr­ir sóun. Án þeirra er minni hvati til nauðsyn­legra fjár­fest­inga og þró­un­ar.

Til­laga Viðreisn­ar kem­ur á fyr­ir­sjá­an­leika og stöðug­leika í grein­inni, og trygg­ir jafn­framt sann­gjarnt og eðli­legt gjald fyr­ir auðlind­ina. Hún trygg­ir bæði þjóðinni og fisk­veiðigeir­an­um að stjórn­mála­menn munu ekki leng­ur hlutast til um nýt­ing­ar­rétt eða veiðigjöld. Og hún trygg­ir í eitt skipti fyr­ir öll að þótt nýt­ing­ar­rétt­ur­inn njóti vernd­ar þá séu nytja­stofn­ar á Íslands­miðum sam­eign ís­lensku þjóðar­inn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 24. október 2022