Til hamingju með 19. júní!

Í dag fögn­um við stór­um áfanga í ís­lenskri sögu.

Fyr­ir slétt­um 110 árum fengu kon­ur á Íslandi loks­ins kosn­inga­rétt og kjörgengi til Alþing­is. Það var ekki sjálf­gefið og fyrst um sinn var ein­göngu kon­um yfir fer­tugu treyst fyr­ir þess­um aðgangi að lýðræðinu. Á þeim tíma voru tæki­færi kvenna til mennt­un­ar og at­vinnu afar tak­mörkuð og líf­um þeirra þröng­ur stakk­ur sniðinn af fastheldn­um viðhorf­um um kynja­hlut­verk.

Kosn­inga­rétt­ur­inn var afrakst­ur langr­ar bar­áttu sem hef­ur haldið áfram óslit­in all­ar göt­ur síðan. Þökk sé hug­rekki og þraut­seigju grasrót­ar­hreyf­inga, fé­laga­sam­taka og ein­stak­linga sem voguðu sér að ögra ríkj­andi viðhorf­um, og mark­vissu jafn­rétt­is­starfi stjórn­valda síðustu ára­tugi, höf­um við náð ótrú­leg­um ár­angri.

Í fremstu röð

Á Íslandi er nú form­legt kynja­jafn­rétti, sem þýðir að kon­ur og karl­ar búa við laga­legt jafn­rétti. Í síðustu viku kom út ár­leg skýrsla Alþjóða efna­hags­ráðsins (e. World Economic For­um) sem mæl­ir stöðu jafn­rétt­is­mála í 148 lönd­um. Þar er Ísland áfram efst á lista, sextánda árið í röð.

Við erum eina landið sem skor­ar yfir 90% í heild­ar­ein­kunn. Við meg­um vera ánægð með þenn­an ár­ang­ur og vit­um að hann er afrakst­ur sam­stilltr­ar og þrot­lausr­ar vinnu okk­ar allra: At­vinnu­lífs, stjórn­mála, mennta­kerf­is og sam­fé­lags­ins al­mennt. Fremst í stafni stóðu öfl­ug­ar og áræðnar kon­ur sem þurftu oft að mæta hörðu í bar­áttu sinni fyr­ir jafn­ara sam­fé­lagi.

Áfram gakk!

En um leið og við klöpp­um okk­ur á bakið fyr­ir góða frammistöðu lát­um við ekki deig­an síga. Það eru vís­bend­ing­ar í skýrsl­unni sem ber að taka al­var­lega varðandi jafn­rétti á vinnu­markaði og tekjumun karla og kvenna. Þá er því í fyrsta sinn í ára­tug spáð að kon­ur eigi styttri heilsu­sam­legri ævi en karl­ar og lífs­lík­ur kvenna fari lækk­andi. Og þegar við horf­um á alþjóðleg­ar niður­stöður skýrsl­unn­ar kem­ur skýrt fram að víða hef­ur orðið aft­ur­för þegar kem­ur að rétt­ind­um kvenna, bæði í austri og vestri.

Jafn­rétti krefst stöðugr­ar vinnu og viðhalds en sú vinna ber ljúf­an ávöxt: Jafn­rétti eyk­ur vel­sæld og hag­sæld, styrk­ir lýðræði og ger­ir sam­fé­lög rétt­lát­ari og betri fyr­ir öll.

Einn besti mæli­kv­arði á gæði sam­fé­laga er staða jafn­rétt­is og mann­rétt­inda­mála og um leið og ég óska okk­ur öll­um til ham­ingju með dag­inn mun ég halda áfram sem ráðherra jafn­rétt­is­mála að vinna að jafn­rétti í þágu okk­ar allra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. júní 2025