Félag Viðreisnar í Mosfellsbæ var stofnað 3. mars 2018. Félagsmenn eru allir skráðir félagar í Viðreisn sem lögheimili hafa í Mosfellsbæ.
Strax vorið 2018 var hafist handa við að bjóða fram til sveitarstjórnar Mosfellsbæjar. Mikil og skemmtileg vinna skilaði sér í því að Viðreisn náði inn fulltrúa í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. 11,2% Mosfellinga kusu Viðreisn í kosningunum sem gerir Viðreisn að næststærsta flokknum í Mosfellsbæ.
Viðreisn í Mosfellsbæ fundar hálfsmánaðarlega. Allir áhugasamir eru hvattir til þess að fylgja okkur á facebook-síðu Viðreisnar í Mosfellsbæ. Þeir sem áhuga hafa á því að taka þátt í starfi flokksins er bent á að hafa samband við formann á netfangið mosfellsbaer@vidreisn.is eða beint í gegnum facebook síðuna.
Viðreisn í Mosfellsbæ leggur áherslu á gagnsæi og ábyrga fjármálastjórn, fagleg vinnubrögð og að taka almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni.
Í stjórn Viðreisnar í Mosfellsbæ sitja
- Elín Anna Gísladóttir formaður
- Guðrún Þórarinsdóttir gjaldkeri
- Lovísa Jónsdóttir
- Ölvir Karlsson
- Karl Alex Árnason
- Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, varamaður
- Ari Páll Karlsson, varamaður
Viðreisn í Mosfellsbæ á fulltrúa í bæjarstjórn ásamt fulltrúum í ýmsum nefndum og ráðum. Fulltrúar Viðreisnar eru aðalmanneskjur í fjölskyldunefnd, fræðslunefnd, menningar- og nýsköpunarnefnd, umhverfisnefnd og notendaráði um málefni fatlaðs fólks. Einnig sitja áheyrnarfulltrúar í íþrótta-og tómstundanefnd, lýðræðis- og mannréttindanefnd og skipulagsnefnd.
Fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn var áheyrnarfulltrúi í bæjarráði 2018-2019 og aðalmaður 2019-2020.