VIÐREISN Í MOSFELLSBÆ

Fjámál og stjórnsýsla

Við viljum gera betur í stjórnsýslu Mosfellsbæjar og tryggja að hún sé opin og fagleg þar sem almannahagsmunir ganga fyrir sérhagsmunum. Gagnsæi og heiðarleiki er forsenda þess að íbúar beri traust til stjórnsýslunnar. Aðskilnaður milli stjórnmálanna og faglegrar stjórnsýslu þarf að vera skýr. Við viljum hóflegar álögur á íbúa og fyrirtæki og tölum fyrir skattalækkunum þegar við á. Sveitarfélög eiga ekki að standa í samkeppnisrekstri. 

 

Stjórnsýslan þarf að vera einföld og stafræn. Við sækjum innblástur í alþjóðlegar fyrirmyndir og stefnur. Sveitarfélagið taki mið af heimsmarkmiðum og Barnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við setjum fram mælanleg markmið til að tryggja yfirsýn og auðvelda faglega ákvarðanatöku.

Skólamál

Menntun er undirstaða jafnréttis, jafnra tækifæra og velferðar. Í samfélagi þar sem fjórðungur bæjarbúa er á grunnskólaaldri verða málefni dagvistunar, skóla og tómstunda sjálfkrafa í brennidepli hjá stórum hluta bæjarbúa. Við viljum einfalda líf foreldra í Mosfellsbæ með lausnarmiðuðum nýjungum. Verkefnið er ögrandi og við viljum beisla tækifærin sem þessu fylgja og móta metnaðarfullt fræðslu- og tómstundastarf sem tekur mið af þörfum íbúa Mosfellsbæjar.

 

Það er okkur hjartans mál að gera skólamálum hátt undir höfði, tryggja dagvistun og stuðla að vellíðan barna og starfsmanna. Við viljum leggja áherslu á að bjóða börnum og starfsfólki bæjarins upp á nútímatækni og aðbúnað til að geta tekist á við verkefni sín í takt við þann heim sem við búum í.

Skipulagsmál

Velsæld allra íbúa byggir á því að skipulag bæjarins þjóni þörfum þeirra. Skipulagið þarf að skapa rými fyrir margskonar búsetuform, atvinnu, menntun og heilsueflingu. Það er því grundvallaratriði að skipulagið byggi á almannahagsmunum en ekki sérhagsmunum.

 

Í Mosfellsbæ eru fjölmörg tækifæri til frekari uppbyggingar og við í Viðreisn viljum standa undir samfélagslegri ábyrgð og bjóða upp á fjölbreytta húsnæðiskosti og auka lóðaframboð. Sjálfbær uppbygging sem stuðlar að umhverfisvænum hverfum eiga að vera leiðarstef í allri skipulagsvinnu.

 

Við viljum gera betur í skipulagsmálum með því að einfalda ferla, auka gagnsæi og tryggja að ákvörðunartaka sé ávallt fagleg og málefnaleg. Þá þarf sérstaklega að vanda til verka við skipulagsbreytingar. 

Viðreisn í Mosfellsbæ var stofnað 3. maí 2018. Félagsmenn eru allir skráðir félagar í Viðreisn sem lögheimili hafa í Mosfellsbæ. Hægt er að skrá sig í Viðreisn hér.

 

Viðreisn í Mosfellsbæ leggur áherslu á gagnsæi og ábyrga fjármálstjórn, fagleg vinnubrögð og að taka almannahagsmundi fram yfir sérhagsmuni.

 

Í sveitarstjórnarkosningum 2022 varð oddviti Viðreisnar í Mosfellsbæ, Lovísa Jónsdóttir kjörinn bæjarfulltrúi með 7,9% atkvæða.

Reikningur: 0133-26-14028
Kennitala: 700418-1460

Stjórn Viðreisnar í Mosfellsbæ, bæjarfulltrúi og skoðunarmenn reikninga.

Stjórn Viðreisnar í Mosfellbæ:

  • Helgi Pálsson formaður
  • Guðrún Þórarinsdóttir gjaldkeri
  • Valdimar Birgisson
  • Elín Anna Gísladóttir varamaður
  • Reynir Matthíasson varamaður