Félagsfundur Viðreisnar í Mosfellsbæ, sem haldinn var 30. október, samþykkti einróma tillögu stjórnar um að notast við uppstillingu á lista Viðreisnar í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Viðreisn er með einn bæjarfulltrúa af 11 í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og myndar meirihluta ásamt Framsókn og Samfylkingu. “Þetta er fyrsta...

Á félagsfundi Viðreisnar í Árnessýslu var kjörin uppstillingarnefnd, sem mun sjá um að stilla upp á lista Viðreisnar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Árborg. Þetta verður í fyrsta sinn sem Viðreisn býður fram, í eigin nafni, í Árborg. Kjörin voru Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson og...

Fjölmennur félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta á fundi sínum þann 22. október að fara í leiðtogakjör fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Það felur í sér að kosið verður um fyrsta sætið í prófkjöri en uppstillinganefnd mun stilla upp í önnur sæti. Natan Kolbeinsson formaður...

Stofnfundur Viðreisnar á Vestfjörðum var haldinn á Dokkunni, brugghúsi í gær, miðvikudaginn 15. október. Sigmar Guðmundsson, ritari Viðreisnar og María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar í kjördæminu voru viðstödd fundinn. Í stjórn félagsins voru kosin Valur Richter formaður, Magnús Ingi Jónsson, Thelma Dögg Theodórsdóttir, Vigdís Erlingsdóttir og...

Fjölmennur félagsfundur Viðreisnar í Kópavogi samþykkti í gærkvöldi að halda prófkjör um fyrstu þrjú sæti á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Með þessari ákvörðun leggja félagsmenn áherslu á lýðræðislega þátttöku og vilja byggja upp sterkt og öflugt framboð sem endurspeglar breidd og metnað flokksins...

Viðreisn í Garðabæ ákvað einróma á félagsfundi sínum á þriðjudag, að uppstilling verði notuð til að raða á lista í komandi sveitarstjórnarkosningum, þann 16. maí 2026. Þetta verður í annað sinn sem Viðreisn býður fram lista til sveitarstjórnarkosninga í Garðabæ. Fundurinn var vel sóttur af félagsmönnum...

Á landsþingi Viðreisnar flutti formaður flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ávarp þar sem hún lagði áherslu á að flokkurinn hefði á undanförnum níu árum sannað sig sem ábyrgur málsvari frjálslyndis, jafnréttis og alþjóðasamstarfs. „Viðreisn er í vinnunni og Viðreisn lætur verkin tala,“ sagði hún og minnti á...

Guy Verhofstadt, fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu og núverandi forseti Alþjóðlegu Evrópuhreyfingarinnar (European Movement International), var sérstakur gestur á landsþingi Viðreisnar. Verhofstadt snerti á mörgum mikilvægum málum í eldræðu sinni. Hann sagði að Ísland væri hluti af Evrópu og ætti heima í sambandi Evrópuríkja að sínu mati. Hann...