Á landsþingi Viðreisnar safnaðist mikill fjöldi saman til að fylgjast með fulltrúum verkalýðsforystunnar, atvinnurekenda og sjávarútvegarins ræða um komandi þjóðaratkvæðagreiðslu og aðild að Evrópusambandinu. Hringborðið var skipað Finnbirni Hermannssyni, forseta ASÍ, Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA og Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims. Umræðum stýrði Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður...

Landsþing Viðreisnar hefur samþykkt stjórnmálaályktun undir yfirskriftinni „Viðreisn lætur verkin tala“. Þar er lögð sérstök áhersla á hallalausan ríkisrekstur, hlutverk sveitarfélaganna þegar kemur að bættum lífsgæðum fólks, fjárfestingu í geðheilbrigði og að Viðreisn treysti þjóðinni til að taka ákvörðun um áframhald viðræðna við Evrópusambandið. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,...

Á landsþingi Viðreisnar voru hringborðsumræður um atvinnumál og þá atvinnustefnu sem ríkisstjórnin hefur í mótun. Til svara voru Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Umræðunni stýrði Sveinbjörn Finnsson, verkfræðingur sem starfar í forsætisráðuneytinu sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar. Í máli Daði Más kom...

Skrifstofa Viðreisnar að Suðurlandsbraut 22 verður lokuð frá og með 1. júlí til 11. ágúst. Hægt verður að senda tölvupóst á vidreisn@vidreisn.is en gera má ráð fyrir að fyrirspurnum verði ekki svarað fyrr en í ágúst vegna sumarleyfa starfsmanna. Gleðilegt sumar og sjáumst hress í haust!...

Velheppnaður aðalfundur Viðreisnar á Akureyri var haldinn fimmtudaginn 29, maí á Múlabergi. Áður en venjuleg aðalfundarstörf hófust var opinn fundur með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, þar sem rædd voru ýmis álistamál sem brenna á Akureyringum, svo sem vegasamgöngur, flugvöllurinn og uppbygging ferðaþjónustu á svæðinu,...

Föstudaginn 29. maí var stofnfundur Viðreisnar í Múlaþingi haldinn í Alþýðuháskólanum á Eiðum. Á fundinn mættu þingmennirnir Eiríkur Björn Björgvinsson og Grímur Grímsson sem og sitjandi varaþingmaður kjördæmisins, Heiða Ingimarsdóttir. Kosið var í stjórn og í henni sitja Heiða Ingimarsdóttir formaður, Páll Baldursson og Arngrímur Viðar Ásgeirsson....

Þann 27. maí sl. var haldinn aðalfundur Viðreisnar í Reykjanesbæ. Fundurinn var fjölsóttur og greinilegt er að hugur er í fólki og áhugi á málefnum samfélagsins mikill. Á fundinum voru breytingar gerðar á samþykktum og nafni félagsins breytt í Viðreisn á Suðurnesjum. Arnar Páll Guðmundsson var...

Viðreisnarfólk fjölmennti á góðan fund í gærkvöldi til að ræða um áhrif smærri ríkja í Evrópusambandinu. Við fengum til okkar góða gesti úr hópi Evrópuþingmanna í flokkahópnum Renew Europe. Þau Valérie Hayer, leiðtogi Renew Europe og Evrópuþingmaður fyrir Renaissance, Frakklandi; Urmas Paet, sérstakur erindreki Evrópuþingsins...

Þingflokkur Viðreisnar hefur gengið frá ráðningu þriggja nýrra starfsmanna og eru þeir þar með orðnir fjórir talsins. Það eru þau Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri þingflokks, Sigurjón Njarðarson, Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir og Pétur Björgvin Sveinsson. Guðmundur Gunnarsson hefur starfað fyrir þingflokkinn frá júní 2024. Áður starfaði hann...