Bjarney Bjarnadóttir

Grunnskólakennari við Grunnskólann í Borgarnesi. Í hjónabandi með Sigurkarli Gústavssyni lögreglumanni. Þau eiga samtals fjóra drengi (Kristján 16 ára, Sigurkarl 14 ára, Hafþór 11 ára og Bjarni Lár 9 ára), hundinn Rökkva og kisurnar Dimmu og Grímu og kettlinginn Ólaf. Áhugamál eru líkamsrækt, allskyns útivist, bókalestur og netskrafl. Bjarney brennur fyrir öflugu mennta- og velferðarkerfi. Jöfnum tækifærum fyrir alla.

Eitt mikilvægasta stefnumál Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru gjaldfrjálsir leikskólar. Menntastofnanir eru mikilvægustu grunnstoðir samfélagsins og okkar öflugasta verkfæri þegar kemur að auknum jöfnuði. Þar eiga öll börn að hafa jöfn tækifæri til náms og fá að njóta sín á eigin verðleikum...

Í fjórðu grein heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna segir: „Tryggja skal jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi.” Þetta markmið ætti alltaf að vera til hliðsjónar þegar unnið er að öflugu menntakerfi. Þegar stefnan „Skóli án aðgreiningar“ var innleidd átti það...