Karólína Helga Símonardóttir

Karólína er með áratuga reynslu í pólitík, í dag er hún varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Menntaður kennari, með M.A. Í mannfræði og Mamma. Karólína er með fjölbreytta reynslu, fyrrum formaður Sorgarmiðstöðvar, stofnandi Blakdeildar Hauka sem er í dag Blakfèlag Hafnarfjarðar og fyrrum kennari og grunn og framhaldsskólastigi. Í dag starfar hún sem sem framkvæmdastjóri en er fyrst og fremst mamma. Karólína er gift Magnúsi Birni, saman eiga þau sex börn, Alexander Mána, Svanhvíti, Dag Mána, Fjólu Huld, Anítu Mjöll og Bríeti Ýr. Svo er það whippet hundurinn Jafar sem stýrir heimilinu með sjarmanum sínu. Karólína brennur fyrir því að koma á stöðugleika í hagkerfinu. Að innviðir verði styrktir til muna, menntakerfið, heilbrigðiskerfið og vegakerfið. Hún vill að á Íslandi verða hagsmunir almennings framar öllu.