Rafn Helgason

Sérfræðingur á sviði loftslagsmála hjá Umhverfisstofnun. Maki Íslabella Ósk Másdóttir og barn á leiðinni. Andri Ottósson bróðir og Hjördís Magnúsdóttir og Helgi Rafnsson foreldrar. Áhugamál eru að vera á Hornströndum með ekkert símasamband, ásamt því að drekka og rækta kaffi. Brennur fyrir að útrýma markaðsbrestum sem tengjast loftmengun og losun gróðurhúsalofttegunda.

Öll erum við sammála um að blómleg byggð um allt land skapar menningarleg, vistfræðileg, félagsleg og fjölbreytt efnahagsleg verðmæti. Byggðarstefna verður þess vegna að taka mið af öllum þessum fyrrnefndu stoðum sem samfélög byggja á. Þannig byggjum við upp sterkt samfélag til framtíðar. Sauðfjárrækt og landbúnaður...

Mengun er mesta umhverfisvandamál heimsins í dag, vandamál sem veldur sjúkdómum og ótímabærum dauðsföllum. Samkvæmt samantektargrein The Lancet Commission létust níu milljónir manna árið 2015 vegna sjúkdóma af völdum mengunar. Það gera um 16% allra dauðsfalla á heimsvísu á því ári. Aukning gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti leiðir...