Thomas Möller

Starfar sjálfstætt við fyrirtækjaráðgjöf og er stundakennari við Háskólann á Bifröst. Giftur Bryndísi María Tómasdóttir. Saman eiga þau þrjú börn og sjö barnabörn. Áhugamál eru stjórnmál, ferðalög, badminton, mótorhjól, umhverfismál, tónlist og fjölskyldan. Thomas brennur fyrir sanngjarnara og frjálslyndara Ísland þar sem jafnrétti og almannahagsmunir ráða.

Á vefnum er heit kartafla skilgreind sem „umdeilt efni sem enginn vill tala um.“ Orðasambandið heit kartafla kemur oft upp í stjórnmálum og heitir þá „pólitísk heit kartafla.“ Ein heitasta pólitíska kartaflan í dag er væntanleg ESB aðild Íslands. Ríkisstjórnin er sammála um að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður...

Þessi hvatning hefur verið á vörum flestra leiðtoga Evrópuríkja að undanförnu, þar á meðal forsætisráðherra okkar og utanríkisráðherra. Hvatningin kemur í kjölfar breyttrar stefnu Bandaríkjanna í varnarmálum og málefnum Úkraínu, auk öfgafullrar gagnrýni ráðamanna í Washington á lýðræðið í Evrópu og afskiptum þeirra af nýlegum kosningum...

Skátar starfa undir kjörorðinu „Ávallt viðbúin“. Þetta slagorð á oft vel við. Til dæmis þegar óveður skellur á, þegar vetur gengur í garð eða þegar lagt er af stað í langt ferðalag. Fram undan er eitt mikilvægasta ferðalag okkar Íslendinga. Árið 2027 göngum við til kosninga um...

Á ferðum mínum um landið sem leiðsögumaður ber margt á góma í samtölum við ferðamennina. Þeir dásama náttúruna, fjöllin og fossana. Einnig jarðhitann, hreina vatnið og fuglalífið. Jarðsagan, eldvirknin í landinu og landnámið vekur hrifningu þeirra. Margir spyrja hvernig það gat gerst að um 400 landnámsmenn á...

Ný ríkistjórn mun láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við ESB árið 2027. Þú hefur því um 28 mánuði til að undirbúa þína ákvörðun í þessu máli sem er eitt það mikilvægasta fyrir þjóðina okkar á næstu árum. Kosningabaráttan er þegar hafin enda skrifa andstæðingar...

Það er auðvelt að mæla árangur í íþróttum. Það lið sem skorar fleiri mörk vinnur. Sigurvegarinn í frjálsum íþróttum þarf bara að stökkva hærra, hlaupa hraðar eða kasta kúlunni lengra en hinir. Þegar þjóðfélög eru mæld að verðleikum skiptir máli að menntun og heilsuvernd sé í...

Í starfi mínu sem leiðsögumaður fyrir þýska ferðamenn hafa efnahagsmál á Íslandi oft borið á góma. Auk þess að hafa áhuga á náttúru og sögu landsins okkar vilja þeir einnig vita hvað það kostar að búa á Íslandi. Ég segi þeim hvað rafmagn, drykkjarvatn og húshitun er...

Þegar skoðuð eru stærstu framfaraskref þjóðarinnar koma upp árin 1904 þegar við fengum heimastjórn, 1918 þegar Ísland varð fullvalda ríki, 1944  þegar lýðveldið Ísland var stofnað, 1949 þegar Alþingi samþykkti aðildina að NATO og 1970 þegar Ísland varð aðili að EFTA. Eftir það var stærsta framfaraskrefið þann...

Eitt helsta umræðuefni á Íslandi í dag eru þeir háu vextir sem heimilin, fyrirtækin og ríkið borgar af lánum. Vextir hér eru nú allt að fjórum sinnum hærri en í nágrannalöndum okkar. Þeir valda fyrirtækjum miklum aukakostnaði sem þau verða að setja inn í verðlag vöru...