Thomas Möller

Starfar sjálfstætt við fyrirtækjaráðgjöf og er stundakennari við Háskólann á Bifröst. Giftur Bryndísi María Tómasdóttir. Saman eiga þau þrjú börn og sjö barnabörn. Áhugamál eru stjórnmál, ferðalög, badminton, mótorhjól, umhverfismál, tónlist og fjölskyldan. Thomas brennur fyrir sanngjarnara og frjálslyndara Ísland þar sem jafnrétti og almannahagsmunir ráða.

Á þeim fimm dögum sem ég sat sem varaþingmaður á Alþingi kom mér ýmislegt spánskt fyrir sjónir og margt kom mér ánægjulega á óvart. Það sem var ánægjulegt var hvað vel var tekið á móti okkur varaþingmönnunum og á það bæði við um starfsfólk Alþingis...

Ífyrstu ræðu minni á Alþingi nýlega hvatti ég þingmenn til að sýna skattgreiðendum þessa lands meiri virðingu. Við skoðun fjárlagafrumvarpsins sést hvað rekstur ríkisins er orðinn umfangsmikill, flókinn og dýr. Í fjárlögum er lítið fjallað um hagræðingu og einföldun ríkisrekstrar, ekkert um fækkun ríkisstofnana, lítið um...

Fjármálaráðherra heldur áfram að tala um hugmyndir Viðreisnar að betra samfélagi sem „kanínur úr hatti“, nú síðast í grein í miðju Fréttablaðsins 8. september. Skoðum þessar kanínur nánar. Fyrsta kanínan Viðreisn vill gengisstöðugleika með því að festa gengi krónunnar við evru með sama hætti og Danir og...

Fyr­ir nokkr­um árum hélt banda­rísk­ur fyr­ir­les­ari nám­skeið um frum­kvöðla­starf­semi á veg­um Stjórn­un­ar­fé­lags Íslands. Eft­ir nám­skeiðið bað hann mig að keyra sig til Grinda­vík­ur en hann hafði heyrt að þar væru fleiri fyr­ir­tæki en heim­ili, sem var raun­in þá. Við heim­sótt­um fjöl­skyldu þar sem var með...

Eitt mikilvægasta mál kosninganna í haust er bætt rekstrarumhverfi atvinnulífsins á Íslandi. Blómstrandi atvinnulíf sem skapar áhugaverð og vel launuð störf er grundvöllur velferðar og lífskjara í landinu okkar. Það þarf nýjar áherslur ef við ætlum að laga lífskjörin í landinu og tryggja öflugan viðsnúning...

Við upphaf nýs áratugar er áhugavert að skoða hvernig líf okkar og umhverfi getur orðið eftir tíu ár. Framtíðarspekingar um allan heim eru að fjalla um þetta á netinu og er þeirra niðurstaða þessi í grófum dráttum: Þú munt örugglega aka rafbíl eftir tíu ár. Hann...