Þorsteinn Pálsson

Fjárlagaumræðan endurspeglar ekki stórvægilegan ágreining um markmið í heilbrigðismálum og velferðarþjónustu. Leiðir skilja fyrst og fremst þegar kemur að skattheimtu. Eftir að fjárlagaumræðunni lauk á Alþingi hafa þau Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd, í grein hér á Eyjunni, og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Kristrún...

Umræðan um stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi var eins konar sambland af svanasöng og upprás fyrir málefnagrundvöll næstu ríkisstjórnar. Þá ályktun má draga af umræðunni að nú gefist flokkum í stjórnarandstöðu rúmur tími til að horfa lengra fram á við og ræða hugmyndir...

Á innan við þremur mánuðum hefur matvælaráðherra náð að kúvenda hvalveiðistefnu landsins tvisvar. Og fjármálaráðherra hefur nú einhliða sett í uppnám þverspóltískan samning sinn við höfuðborgarsveitarfélögin um mestu samgönguframkvæmdir allra tíma. Þetta eru vísbendingar um eins konar fyrirtíðar kosningaspennu: Tvær kúvendingar og einn kollhnís. Bakhliðin á pólitískum...

Vaxtahækkun Seðlabankans í síðustu viku færði íslensku krónuna fjær krónum og evru annarra Norðurlanda og nær rússneskri rúblu. Ef til vill er það mest brennandi umhugsunarefnið. En fáum hefur þó orðið tíðrætt um það. Eigi að síður urðu athyglisverð vatnaskil í viðbrögðum stjórnvalda og verkalýðshreyfingar. Forseti ASÍ...

Eftir sex ára reipdrátt um útlendingamál sættust stjórnarflokkarnir á málamiðlun í vor. Dómsmálaráðherra taldi sig hafa unnið áfangasigur með því að afnema rétt útlendinga til félagsþjónustu þrjátíu dögum eftir að þeim hefur endanlega verið synjað um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra leit hins vegar svo á að breytingin þrengdi...

Í okkar litla hagkerfi beitum við gjaldeyrishöftum í stærri stíl en almennt þekkist í ríkjum, sem byggja á markaðsbúskap. Umfang þeirra jafngildir ríflega heilli þjóðarframleiðslu. Tilgangurinn er að halda uppi gengi krónunnar. Lífeyrissparnaður landsmanna er svo mikill að gjaldeyrishöft af þessari stærðargráðu nást með því einu...

Forsætisráðherra hitti naglann á höfuðið þegar hún sagði að kergjan í stærsta stjórnarflokknum lýsti fremur veikleika innanbúðar þar á bæ en brestum í ríkisstjórninni. Rokkarnir þögnuðu. Katrín Jakobsdóttir getur pollróleg staðhæft þetta. Hún veit sem er að hugmyndafræði meirihlutans í stærsta þingflokki ríkisstjórnarinnar er nær Miðflokknum...

Sveitarfélög hafa vegna ágreinings um skattheimtu nýtt sér heimild í lögum til að stöðva beislun vindorku tímabundið. Að auki er alls óvíst hversu lengi Hvammsvirkjun mun tefjast. Þetta segir eina sögu: Eftir sex ára stjórnarsamstarf er orkuráðherra staddur á flæðiskeri með eitt allra stærsta framfaramál þjóðarinnar. Markmið...

Á dögunum lagðist dauðastríð hvala eins og ósprunginn sprengiskutull á borð ríkisstjórnarinnar. Engin þriggja flokka ríkisstjórn hefur orðið jafn langlíf. Hitt ætlar líka að verða raunin að dauðastríð hennar verði lengra en annarra. Segja má að dauðastríðið hafi byrjað fyrir ári þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra og...