Þorsteinn Pálsson

Í okkar litla hagkerfi beitum við gjaldeyrishöftum í stærri stíl en almennt þekkist í ríkjum, sem byggja á markaðsbúskap. Umfang þeirra jafngildir ríflega heilli þjóðarframleiðslu. Tilgangurinn er að halda uppi gengi krónunnar. Lífeyrissparnaður landsmanna er svo mikill að gjaldeyrishöft af þessari stærðargráðu nást með því einu...

Forsætisráðherra hitti naglann á höfuðið þegar hún sagði að kergjan í stærsta stjórnarflokknum lýsti fremur veikleika innanbúðar þar á bæ en brestum í ríkisstjórninni. Rokkarnir þögnuðu. Katrín Jakobsdóttir getur pollróleg staðhæft þetta. Hún veit sem er að hugmyndafræði meirihlutans í stærsta þingflokki ríkisstjórnarinnar er nær Miðflokknum...

Sveitarfélög hafa vegna ágreinings um skattheimtu nýtt sér heimild í lögum til að stöðva beislun vindorku tímabundið. Að auki er alls óvíst hversu lengi Hvammsvirkjun mun tefjast. Þetta segir eina sögu: Eftir sex ára stjórnarsamstarf er orkuráðherra staddur á flæðiskeri með eitt allra stærsta framfaramál þjóðarinnar. Markmið...

Á dögunum lagðist dauðastríð hvala eins og ósprunginn sprengiskutull á borð ríkisstjórnarinnar. Engin þriggja flokka ríkisstjórn hefur orðið jafn langlíf. Hitt ætlar líka að verða raunin að dauðastríð hennar verði lengra en annarra. Segja má að dauðastríðið hafi byrjað fyrir ári þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra og...

„Það er alveg ljóst að þessir stjórnendur verða að standa skil á gerðum sínum.“ Þannig komst forsætisráðherra að orði eftir áfellisdóm bankaeftirlits Seðlabankans um þátt Íslandsbanka í bankasöluferli ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra sagði svo að áfellisdómurinn yrði að hafa afleiðingar. Bankastjórinn vísar til þessara ummæla í afsagnaryfirlýsingu sinni í...

Í full tíu ár hafa sex dómsmálaráðherrar úr röðum sjálfstæðismanna borið ábyrgð á málefnum innflytjenda. Í byrjun vikunnar tók sjöundi ráðherrann við þessari ábyrgð. Af því tilefni sagði fjármálaráðherra að við hefðum algjörlega misst tökin á þessum málum. Bæjarstjórinn Hafnarfirði svaraði því til í Kastljósi að...

„Við eigum að fara að ræða þessi vandamál, bara að setja okkar egó til hliðar.“ Þetta var boðskapur seðlabankastjóra á Sprengisandi á sunnudaginn. Hver setning í viðtalinu bar þess glögg merki að brýningin tók ekki síður til hans sjálfs en ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins. Boðskapurinn er augljós: Þeir sem...