Viðreisn

Stjórn Viðreisnar hefur ráðið Svanborgu Sigmarsdóttur sem framkvæmdastjóra Viðreisnar frá og með 1. ágúst 2022. Svanborg, sem er stjórnmálafræðingur að mennt, hefur frá árinu 2019 starfað sem framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Viðreisnar og verkefnastjóri sveitarstjórnarmála. Þar áður starfaði hún hjá Ríkisendurskoðun, Umboðsmanni skuldara, Varnarmálastofnun, á Fréttablaðinu, AFP...

Nýtt sveitarstjórnarráð Viðreisnar tók til starfa í gær, á sínum fyrsta fundi eftir sveitarstjórnarkosningarnar. Þar var ný stjórn kjörin, sem leidd er af Söru Dögg Svanhildardóttur, bæjarfulltrúa í Garðabæ. Önnur í stjórn eru Axel Sigurðsson, varabæjarfulltrúi í Árborg, Halldór Guðjónsson Reykjanesbæ, Karólína Helga Símonardóttir, varabæjarfulltrúi...

Það er með sannri ánægju sem við bjóðum til afmælisveislu laugardaginn kemur, 21. maí kl. 11-13. Við fögnum því að í 6 frábær ár hefur Viðreisn verið sterk og mikilvæg rödd frjálslyndis og réttlætis í samfélaginu. Líkt og síðustu tvö árin munum við hittast í Þjóðhátíðarlundi...

Öll þau sem ekki komast á kjörstað þann 14. maí nk. geta kosið utankjörfundar. Dómsmálaráðuneytið hefur undirbúið leiðbeiningarmyndbönd á íslensku og ensku um hvernig er kosið utan kjörfundar í sveitarstjórnarkosningum. Hægt er að kjósa hjá sýslumönnum um land allt. Á vefsíðu sýslumanna má sjá hvar og hvenær...

Sveitarstjórnarþing Viðreisnar var haldið í dag, með frambjóðendum flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar víða um land og öðru Viðreisnarfólki. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, setti þingið og lagði áherslu á grunngildi flokksins. „Við förum í næstu kosningabaráttu með grunngildi okkar að leiðarljósi, gildi lýðræðis og jafnréttis. Við...

Í næstu viku stendur Viðreisn fyrir fundaröð víðsvegar um landið undir yfirskriftinni Verbúðin Ísland. Til stendur að ræða stöðu sjávarútvegsmála á landinu okkar góða. Hvað hefur kvótakerfið gefið okkur og hvað hefur það tekið frá okkur? Hvert eigum við að stefna núna? Fólki er boðið að mæta...

Á fjölmennum fundi Félags Viðreisnar í Hafnarfirði þann 27. mars, var framboðslisti Viðreisnar í Hafnarfirði samþykktur einróma af fundarmönnum. Oddviti listans er Jón Ingi Hákonarson, núverandi bæjarfulltrúi flokksins. Í öðru sæti listans er Karólína Helga Símonardóttir, fjármálastjóri. Í þriðja sæti listans er Árni Stefán Guðjónsson,...